Erlent

Trump: Utanríkisstefna Clinton leiði til heimsstyrjaldar

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Kosningastjórn Clinton segir Trump reyna að ala á ótta.
Kosningastjórn Clinton segir Trump reyna að ala á ótta. Vísir/Getty
Donald Trump forsetaframbjóðandi segir utanríkisstefnu mótframbjóðanda síns, Hillary Clinton, geta leitt til þriðju heimsstyrjaldarinnar. Hann segir Bandaríkin eiga að einblína á að útrýma hryðjuverkasamtökunum ISIS frekar en að reyna að steypa Sýrlandsforseta af stóli.

Clinton hefur lagt til flugbann yfir ákveðin svæði í Sýrlandi, sem Trump segir slæma hugmynd, og vísar til orða æðsta foringja Bandaríkjahers þess efnis.

„Við endum í þriðju heimsstyrjöldinni vegna Sýrlands ef við hlustum á Hillary Clinton,“ sagði Trump í samtali við Reuters fréttastofuna. „Þú ert ekki bara að berjast við Sýrland lengur. Þú ert að berjast við Sýrland, Rússland og Íran,“ bætti hann við.

Kosningastjórn Clinton brást við þessum ummælum og sagði Trump einungis reyna að ala á ótta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×