Ástandið sé óbærilegt fyrir íbúa og rútubílstjóra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. október 2016 20:00 Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Ástandið í miðbænum er óbærilegt bæði fyrir íbúa og rútubílstjóra að sögn Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Hópferðabílstjórar hafa orðið fyrir aðkasti að undanförnu af hálfu nágranna hótela í miðborginni. Skipaður hefur verið starfshópur til að bregðast við málinu. Í takt við fjölgun ferðamanna hér á landi hefur rútuumferð í miðbænum aukist. Ferðamönnum er skutlað eða þeir sóttir á hótel á svæðinu. Íbúar í miðbænum er margir hverjir þreyttir á ástandinu. Að undanförnu hafa rútubílstjórar fundið fyrir mikilli óánægju og í hópnum Rútu- og hópbifreiða áhugamenn á Facebook hefur skapast umræða um málið en einn bílstjórinn lýsti því að hann hefði orðið fyrir aðkasti á dögunum af hálfu nágranna fyrir utan hótel Skugga á Hverfisgötu. „Við álítum það að ástandið eins og það er sé óbærilegt fyrir íbúanna og það er auðvitað líka óbærilegt fyrir bílstjóranna að þurfa að starfa við þessi skilyrði,“ segir Hjálmar og bætir við að á næstu dögum og vikum verði rætt við alla helstu hagsmunaaðila með það í huga að bæta ástandið en stofnaður hefur verið starfshópur um akstur með ferðamenn í miðborginni. Hjálmar segir borgina fá mikið af kvörtunum vegna málsins. „Og það er auðvitað óbærilegt. Þetta er táknmynd þess að ferðaþjónustan eins og hún er að þróast sé að ýta íbúum burt út úr borginni,“ segir Hjálmar. Óskar Jens Stefánsson, formaður félags rútubílstjóra, talar um leiðindaástand. Hann segir að bílstjórum finnist mörgum hverjum leiðinlegt að lenda í reiðum nágrönnum. Bílstjórar segist ekki skilja hvernig leyfi fáist fyrir nýjum hótelum án þess að hægt sé að ferma eða afferma rútubíla. „Við höfum engin önnur úrræði en að fara að þessum nýju stöðum. Það eru leiðinlegar uppákomur þegar fólk kemur og skammast í okkur með hávaða og látum. Við reynum að afsaka þetta við útlendingana eins og við getum,“ segir Óskar Jens.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira