Ráð handa kulsæknum Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2016 07:00 Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Ólafsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er kominn vetur. Í gærmorgun gubbaði hann út úr sér fyrstu slyddunni og slyddan hjakkaðist á glugganum í herberginu mínu og ef hún kynni mors-kóða hefði hún sagt „eughh, vertu bara … heima í dag“. Þegar kólnar svona í veðri verður mér iðulega hugsað til átakanlegustu og enn fremur fallegustu senu bókmenntasögunnar. Í henni er rakin þrekraun Emils í Kattholti, sem berst barnungur og jökulkaldur í gegnum blindbyl á jólanótt með Alfreð, kæran vin sinn, reyrðan niður í hestvagn. Alfreð er þungt haldinn af blóðeitrun og hún færir sig nær og nær hjartanu og tíminn er svo ofsalega naumur. En svo komast þeir til læknisins og Alfreð fær blessunarlega framlengingu á lífinu. Stórkostleg hetjudáð Emils í Kattholti hreyfir við þeim allra harðgerustu. Hún hefur þó alveg sérstök áhrif á þá sem hafa megna óbeit á öllu blautu og köldu. Ég hef samið stuttan leiðarvísi, hvers hlutverk er að auðvelda kulsæknum tilveruna á svörtustu vetrarmánuðum. Ég vil þakka Astrid Lindgren, Emil í Kattholti og Alfreð vinnumanni kærlega fyrir innblásturinn.Númer 1: Útvegið ykkur einn góðan vin, elskhuga, hund eða frænku með hlýjan faðm – einhvern til að þykja vænt um – sem þið mynduð keyra á Slysó í katastrófískum hríðarbyl á aðfangadagskvöld, hvað sem það kostar.Númer 2: Lesið eitthvað sem yljar ykkur að innan.Númer 3: Fjárfestið í góðri húfu sem hylur eyrun. Og þannig getum við reynt að halda frostinu, rokinu, slyddunni og nístingsköldum einmanaleikanum í skefjum. A.m.k. þangað til vorar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun