Hitað upp fyrir Trump TV? Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2016 11:32 Donald Trump. Vísir/Getty Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Framboð Donald Trump byrjaði í gær á daglegri beinni útsendingu á Facebook þar sem málefni framboðsins verða rædd og er tilgangurinn að koma skilaboðum Trump fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Árásir Trump á fjölmiðla hafa aukist verulega á undanförnum vikum, samhliða slæmu gengi hans í skoðanakönnunum. Mikil umræða er uppi um að Trump ætli sér að stofna eigin sjónvarpsstöð. Í útsendingunni má sjá þau Boris Epshteyn, Cliff Sims og Kellyanne Conway ræða kosningarnar og hin ýmsu málefni. Útsendingin er sett upp eins og fréttaþáttur, en tilgangur hennar samkvæmt Epshteyn er að koma skilaboðum framboðsins fram hjá hefðbundnum fjölmiðlum. Donald Trump hefur ítrekað sagt að fjölmiðlar séu á móti sér og Epshteyn slær á svipaða strengi í samtali við Wired. „Við vitum öll að það er mikil vinstri slagsíða á fjölmiðlum. Með þessu viljum við koma skilaboðum okkar beint til kjósenda.“ Vert er að benda á að Trump hefur einnig ráðist hart gegn Fox News. Vangaveltur hafa verið uppi um að Donald Trump ætli sér að koma á fót sjónvarpsstöð ef hann tapi kosningunum í næsta mánuði. Fregnir hafa borist af því að sonur hans hafi átt í viðræðum við fjárfesta en Trump sjálfur neitar fyrir þetta. Brad Parscale, yfirmaður stafræns efnis framboðs Trump, segir útsendingarnar vera nokkurs konar angi af auglýsingum framboðsins og samfélagsmiðlum þess. Kosningastjóri Trump, Steve Bannon, fyrrum ritstjóri Breitbart, var þó ekki jafn ákveðinn í svörum sínum til CNN Money. Hann svaraði spurningu um mögulegt Trump TV með bros á vör: „Trump er frumkvöðull.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00 Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30 Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45 Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32 New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Clinton í basli með ásýnd sína Fátt virðist þó geta komið í veg fyrir að Hillary Clinton verði fyrst kvenkyns forseti Bandaríkjanna. 23. október 2016 12:00
Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Wikileaks er meiri ógn en Donald Trump við framboð Hillary Clinton það sem eftir er af kosningabaráttunni vestra en óljóst er hvort leki á tölvupóstum tengdum henni sé gerður með hagsmuni almennings í huga. 22. október 2016 19:30
Ætlar að höfða mál gegn konunum Donald Trump sagði einnig í dag að ef hann yrði forseti myndi hann berjast gegn „völdum fjölmiðla“. 22. október 2016 20:45
Klámleikkona segir Trump hafa boðið sér fé fyrir mök Jessica Drake segir Trump hafa kysst sig og boðið sér tíu þúsund dali fyrir mök árið 2006. 22. október 2016 23:32
New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Listinn er tæmandi. 24. október 2016 19:45
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28