Magnaður Évgení Ónegín slær í gegn Jónas Sen skrifar 25. október 2016 10:00 Þóra Einarsdóttir fer á kostum í hlutverki Tatjönu. Mynd/Jóhanna Ólafsdóttir Óperusýning. Eldborg í Hörpu. Laugardaginn 22. október. Évgení Ónegín, Tsjajkovskí. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir, Andrey Zhilikhovsky, Elmar Gilbertsson, Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Rúni Brattaberg, Hanna Dóra Sturludóttir, Alina Dubik, Hlöðver Sigurðsson auk annarra söngvara, kórs og hljómsveitar Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Benjamin Levy. Leikstjórn: Anthony Pilavachi. Ég greip andann á lofti þegar ég kom inn í Eldborgina í Hörpu á laugardagskvöldið. Frumsýna átti Évgení Ónegín, þar sem sagan hefst á rússnesku sveitasetri. Búið var að breyta sviðinu í blómagarð; blóm voru nánast alls staðar, í öllum regnbogans litum. Það var ótrúlega flott. Meðfram sviðsveggjunum lágu hvít, hálfgegnsæ tjöld, eins konar stórísar. Á þá var varpað skrifuðum línum á hreyfingu þegar aðalpersónan var að rita ástarbréf; ýmiss konar birtu, líðandi skuggum, reykjarbólstrum. Þessi undursamlega sviðsmynd var hönnuð af Evu Signýju Berger. Hinar tvær senurnar í óperunni voru ekki síðri, annars vegar ískaldur skógur, hins vegar glæsileg höll. Tjöldin spiluðu veglegt hlutverk í þeim báðum. Lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar var svo punkturinn yfir i-ið, hún skapaði töfraveröld sem dásamlegt var að upplifa. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur voru fallegir. Hvít föt fólksins í sveitinni og svartir búningar í höllinni voru stílhreinir. Rauður kjóll aðalpersónunnar innan um þetta svarta var kröftugur. Búningarnir féllu prýðilega að sviðsmyndinni; heildarútlitið var veisla fyrir augað. Tónlist Tsjajkovskís er himnesk, full af drama og undurfögrum laglínum. Évgení Ónegín fjallar um mann sem er sinn eigin versti óvinur. Félagi hans, Lenskí að nafni, kynnir hann fyrir Tatjönu sem verður strax yfir sig ástfangin af honum. En hann hafnar henni, daðrar við systur hennar, sem er heitbundin Lenskí. Það orsakar einvígi þar sem Ónegín drepur hann. Mörgum árum síðar hittir hann Tatjönu, og sér þá eftir öllu saman. Það er heldur seint, hún er gift öðrum manni. Líkt og með sjónræna hlutann þá var sterkur heildarsvipur á tónlistarflutningnum undir stjórn Benjamins Levy. Söngvararnir voru hver öðrum betri og aðdáunarvert var hve raddirnar pössuðu vel saman. Rétt listræn ákvörðun var að hafa óperuna á rússnesku. Tungumálið er hluti af tónlistinni; ef óperan hefði verið sungin á íslensku hefði það gjörbreytt verkinu. Ég gat ekki betur heyrt en að söngvararnir hefðu rússneskuna ágætlega á valdi sínu þrátt fyrir að þeir tali hana fæstir.Andrey Zhilikhovsky í hlutverki Évgení Ónegín í uppfærslu Íslensku óperunnar.MYND/JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIRÞóra Einarsdóttir var Tatjana, en Ónegín var leikinn af Andrey Zhilikhovsky og Lenskí af Elmari Gilbertssyni. Þau voru öll frábær. Rödd Þóru var einstök og leikurinn var áhrifamikill. Senan þar sem hún skrifaði ástarbréfið hlýtur að vera einhver stórfenglegasta sena í sögu óperunnar hér á landi. Hvílíkur tilfinningahiti! Zhilikhovsky var einnig ákaflega sannfærandi, bæði sem hinn hrokafulli flagari og svo sem niðurbrotinn maður í lok óperunnar. Sömuleiðis sópaði að Elmari, arían hans eftir hlé var t.d. svo hjartnæm og einlæg að maður komst við. Aðrir söngvarar stóðu sig líka prýðilega. Alina Dubik söng verulega fallega, sem og Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Rúni Brattaberg. Hlöðver Sigurðsson var svo trúðurinn á sýningunni, hann myndaði pottþétt mótvægi við allt dramað í atburðarásinni. Söngvarar og leikarar í minni hlutverkum stóðu sig jafnframt ágætlega. Kórinn, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar söng af mikilli fagmennsku, hann hefur sjaldan hljómað svona vel. Hljómsveitin var með sitt á hreinu undir ástríðufullri, en smekklegri stjórn Levy. Síðast en ekki síst verður að hrósa leikstjórn Anthony Pilavachi. Það var góð ákvörðun að ráða hann, alþjóðlegan óperuleikstjóra með fjöldann allan af uppfærslum undir beltinu. Flæðið í sýningunni var einstaklega ánægjulegt, kóreógrafían gladdi augað; hvergi var dauður punktur í atburðarásinni. Ég mæli með þessari snilld. Niðurstaða: Ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október. Menning Tónlistargagnrýni Tengdar fréttir Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu. 13. október 2016 10:15 Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Óperusýning. Eldborg í Hörpu. Laugardaginn 22. október. Évgení Ónegín, Tsjajkovskí. Flytjendur: Þóra Einarsdóttir, Andrey Zhilikhovsky, Elmar Gilbertsson, Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Rúni Brattaberg, Hanna Dóra Sturludóttir, Alina Dubik, Hlöðver Sigurðsson auk annarra söngvara, kórs og hljómsveitar Íslensku óperunnar. Hljómsveitarstjórn: Benjamin Levy. Leikstjórn: Anthony Pilavachi. Ég greip andann á lofti þegar ég kom inn í Eldborgina í Hörpu á laugardagskvöldið. Frumsýna átti Évgení Ónegín, þar sem sagan hefst á rússnesku sveitasetri. Búið var að breyta sviðinu í blómagarð; blóm voru nánast alls staðar, í öllum regnbogans litum. Það var ótrúlega flott. Meðfram sviðsveggjunum lágu hvít, hálfgegnsæ tjöld, eins konar stórísar. Á þá var varpað skrifuðum línum á hreyfingu þegar aðalpersónan var að rita ástarbréf; ýmiss konar birtu, líðandi skuggum, reykjarbólstrum. Þessi undursamlega sviðsmynd var hönnuð af Evu Signýju Berger. Hinar tvær senurnar í óperunni voru ekki síðri, annars vegar ískaldur skógur, hins vegar glæsileg höll. Tjöldin spiluðu veglegt hlutverk í þeim báðum. Lýsing Björns Bergsteins Guðmundssonar var svo punkturinn yfir i-ið, hún skapaði töfraveröld sem dásamlegt var að upplifa. Búningar Maríu Th. Ólafsdóttur voru fallegir. Hvít föt fólksins í sveitinni og svartir búningar í höllinni voru stílhreinir. Rauður kjóll aðalpersónunnar innan um þetta svarta var kröftugur. Búningarnir féllu prýðilega að sviðsmyndinni; heildarútlitið var veisla fyrir augað. Tónlist Tsjajkovskís er himnesk, full af drama og undurfögrum laglínum. Évgení Ónegín fjallar um mann sem er sinn eigin versti óvinur. Félagi hans, Lenskí að nafni, kynnir hann fyrir Tatjönu sem verður strax yfir sig ástfangin af honum. En hann hafnar henni, daðrar við systur hennar, sem er heitbundin Lenskí. Það orsakar einvígi þar sem Ónegín drepur hann. Mörgum árum síðar hittir hann Tatjönu, og sér þá eftir öllu saman. Það er heldur seint, hún er gift öðrum manni. Líkt og með sjónræna hlutann þá var sterkur heildarsvipur á tónlistarflutningnum undir stjórn Benjamins Levy. Söngvararnir voru hver öðrum betri og aðdáunarvert var hve raddirnar pössuðu vel saman. Rétt listræn ákvörðun var að hafa óperuna á rússnesku. Tungumálið er hluti af tónlistinni; ef óperan hefði verið sungin á íslensku hefði það gjörbreytt verkinu. Ég gat ekki betur heyrt en að söngvararnir hefðu rússneskuna ágætlega á valdi sínu þrátt fyrir að þeir tali hana fæstir.Andrey Zhilikhovsky í hlutverki Évgení Ónegín í uppfærslu Íslensku óperunnar.MYND/JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIRÞóra Einarsdóttir var Tatjana, en Ónegín var leikinn af Andrey Zhilikhovsky og Lenskí af Elmari Gilbertssyni. Þau voru öll frábær. Rödd Þóru var einstök og leikurinn var áhrifamikill. Senan þar sem hún skrifaði ástarbréfið hlýtur að vera einhver stórfenglegasta sena í sögu óperunnar hér á landi. Hvílíkur tilfinningahiti! Zhilikhovsky var einnig ákaflega sannfærandi, bæði sem hinn hrokafulli flagari og svo sem niðurbrotinn maður í lok óperunnar. Sömuleiðis sópaði að Elmari, arían hans eftir hlé var t.d. svo hjartnæm og einlæg að maður komst við. Aðrir söngvarar stóðu sig líka prýðilega. Alina Dubik söng verulega fallega, sem og Nathalía Druzin Halldórsdóttir, Hanna Dóra Sturludóttir og Rúni Brattaberg. Hlöðver Sigurðsson var svo trúðurinn á sýningunni, hann myndaði pottþétt mótvægi við allt dramað í atburðarásinni. Söngvarar og leikarar í minni hlutverkum stóðu sig jafnframt ágætlega. Kórinn, undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar söng af mikilli fagmennsku, hann hefur sjaldan hljómað svona vel. Hljómsveitin var með sitt á hreinu undir ástríðufullri, en smekklegri stjórn Levy. Síðast en ekki síst verður að hrósa leikstjórn Anthony Pilavachi. Það var góð ákvörðun að ráða hann, alþjóðlegan óperuleikstjóra með fjöldann allan af uppfærslum undir beltinu. Flæðið í sýningunni var einstaklega ánægjulegt, kóreógrafían gladdi augað; hvergi var dauður punktur í atburðarásinni. Ég mæli með þessari snilld. Niðurstaða: Ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 25. október.
Menning Tónlistargagnrýni Tengdar fréttir Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu. 13. október 2016 10:15 Mest lesið Viðtöl ársins 2024: Óvænt andlát, ófrjósemi og flutningar til Bandaríkjanna Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Blökastið hringir inn nýja árið með Nýársbingó Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég er í senn bæði bílstjóri og farþegi Hljómsveitarstjórinn Benjamin Levy vinnur nú hörðum höndum að uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgení Onegin og honum finnst gott að vinna í íslenskri samkennd og fjölskyldustemningu. 13. október 2016 10:15