New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2016 19:45 Donald Trump í Delaware, Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00