LeBron James: Færri mínútur munu ekki hafa áhrif Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 23:00 LeBron James með þeim Kevin Love og Kyrie Irving. Vísir/Getty Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira