LeBron James: Færri mínútur munu ekki hafa áhrif Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2016 23:00 LeBron James með þeim Kevin Love og Kyrie Irving. Vísir/Getty Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers, ætlar að spara stórstjörnu sína LeBron James í NBA-deildinni í körfubolta í vetur en leikmaðurinn sjálfur hefur ekki áhyggjur að það spilli fyrir möguleikum hans að vera valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar í fimmta sinn. LeBron James var spurður út í þetta af blaðamanni ESPN og notaði James nafn Stephen Curry í rökstuðningi sínum fyrir af hverju færri mínútur ættu ekki að hafa áhrif á möguleika hans. „Nei það mun ekki hafa áhrif af því að Steph spilaði 31 mínútu í leik og hann var kosinn bestur,“ sagði LeBron James. Stephen Curry lék reyndar 32,7 mínútur í leik 2014-15 og 34,2 mínútur í leik í fyrra en það breytir ekki því að hann spilaði mun minna en LeBron er vanur. LeBron James hefur endað í þriðja sæti í kjörinu undanfarin tvö tímabil en hann hefur fjórum sinnum verið kosinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. James deilir nú fjórða sætinu með Wilt Chamberlain á þeim lista. Það eru bara Kareem Abdul-Jabbar (sex), Michael Jordan (fimm) og Bill Russell (fimm) sem hafa verið oftar kosnir mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar en James. „Ég hef aldrei sett mér það markmið þegar ég fer inn í tímabil að ég ætli mér að vera kosinn mikilvægastur. Ég fer inn í tímabilið með það markmið að vera mikilvægasti leikmaður míns liðs. Það hefur skilað mér fjórum slíkum verðlaunum. Ég hef alltaf, með örfáum undantekningum, verið til staðar fyrir mitt lið á báðum endum vallarins," sagði LeBron James. „Það hefur verið mikill heiður fyrir mig að vera kosinn fjórum sinnum og það er virðingarvottur fyrir það sem ég hef afrekað á mínum ferli. Það sem er þó enn mikilvægara er að ég hef verið til staðar fyrir liðsfélagana mína. Það væri frábært ef gæti unnið mér inn önnur slík verðlaun með því að gera það sem ég á að gera. Við verðum líka að vinna til þess að ég eigi möguleika. Það skiptir litlu hvaða tölum þú skilar ef liðinu er ekki að ganga vel. Mér hefur tekist að vera í farsælum liðum hingað til,“ sagði James. NBA-deildin í körfubolta hefst á ný aðra nótt en fyrsti leikur Cleveland Cavaliers er á móti New York Knicks sem er opnunarleikur NBA-tímabilsins.Vísir/Getty
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira