Lífið

Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“

Birgir Olgeirsson skrifar
Arna Ýr Jónsdóttir neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig.
Arna Ýr Jónsdóttir neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig.
Erlendir miðlar hafa tekið upp mál íslensku fegurðardrottningarinnar Örnu Ýrar Jónsdóttur. Þar á meðal vefur bandaríska tískutímaritsins Cosmopolitan og vefur breska dagblaðsins Metro.

„Það nýjasta í hálfvitalegum þvættingi, einhverjir vitleysingar eru að segja fegurðarkeppanda að hún sé of feit,“ skrifar Laura Beck á Cosmopolitan.

Arna Ýr hefur tilkynnt að hún ætli ekki að taka þátt í keppninni Mis Grand International í Las Vegas eftir að hafa verið skipað að grenna sig því hún væri of feit.

Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða



Starfsfólk keppninnar færði henni þau skilaboð á föstudaginn, en í gær fundaði hún með eigenda keppninnar. Í samtali við Vísi í gærkvöldi sagði Arna að um misskilning á milli eigenda og starfsfólks hefði verið að ræða. Nú segir hún það ekki vera rétt heldur hafi henni verið skipað að segja það.

„Já, ég elska þessa konu,“ skrifar Laura Beck.

Metro segir Örnu Ýr hafa komið með hið fullkomna svar við bón forsvarsmanna keppninnar um að grenna sig.

„Arna Ýr blótaði ekki Nawa Isaragrisil og sagði honum að troða þessari fegurðarsamkeppni þegar hann lagði það til að hún myndi sleppa morgunmatnum og borða bara salat. Hún varð heldur ekki við þeirra bón að reyna að grenna sig fyrir keppnina. Þess í stað sagði hún honum sannleikann, að hún hefði verið meðlimur í fimleikaliði Íslands og elskar breiðu herðarnar sínar,“ skrifar Jimmy Nsubuga fyrir Metro.


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að taka þátt í keppninni ef eigendur standa við skilaboðin

Arna Ýr Jónsdóttir fegurðardrottning fékk skilaboð frá eigenda fegurðarsamkeppni sem hún tekur þátt í í Las Vegas að hún þyrfti að grenna sig fyrir lokakvöldið. Ef eigendur keppninnar taka skilaboðin ekki til baka ætlar hún að hætta við að taka þátt í keppninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×