Óljóst hverjum lekarnir eiga að þjóna Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 19:30 Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá." Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira
Julian Assange boðaði fyrir nokkru síðan að í vændum væri gagnaleki úr röðum Demókrataflokksins sem gæti gert úti um framboð Hillary Clinton. Síðustu daga hefur Wikileaks svo tekið að birta persónuupplýsingar úr hökkuðum tölvupóstum kosningastjóra Demókrata, en þótt þeir komi vissulega höggi á framboðið virðist Clinton standa það ar sér áreynslulítið.Ekki nógu krassandi til að fella hana Silja Bára ómarsdóttir aðjúnkt í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir að Donald Trump sé í raun sjálfur búinn að nánast tortíma eigin framboði, en ef það haldi áfram að koma gögn frá Wikileaks þá gæti Clinton samt sem áður verið í varnarbaráttu fram að kjördegi. „Enn sem komið er hafa ekki verið nógu krassandi í þessum póstum en maður veit aldrei hvað er eftir og er andstæðingurinn að fara að geta nýtt sér það. Það er kannski þar sem mér sýnist veikleikinn helst vera hjá Trump að hann og hans starfsfólk, þau ná ekki að vinna úr þessum upplýsingum."Silja Bára Ómarsdóttir fjallaði um lekamál sem hafa haft áhrif á gang bandarískra stjórnmála, frá Watergate til Wikileaks, á sýningu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.365/Guðrún Helga StefánsdóttirÞess eru auðvitað fordæmi að gagnalekar breyti stefnu bandarískra stjórnmála. Frægasta dæmið er uppljóstrun Deepthroat í Watergate málinu, sem batt enda á forsetatíð Richard Nixon. Silja Bára bar saman þessi mál á fyrirlestri í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, í tilefni sýningarinnar The Family eftir Richard Avedon sem samanstendur af portrett myndum af helsta áhrifafólki úr bandarísku þjóðlífi. Myndirnar voru teknar stuttu eftir Watergate hneykslið Í þágu hvers er lekinn? Í erindi sínu, frá Watergate til Wikileaks, sagði Silja Bára þó ákveðinn eðlismun á þessum lekamálum. Watergate og fleiri sambærileg lekamál snúist jafnan fyrst og fremst um að koma á framfæri gögnum til að verja almannahagsmuni. Hjá Wikileaks sé enginn greinarmunur gerður á gögnum sem varði innanríkisstjórnmál annars vegar eða persónupplýsingar hinsvegar og markmiðið, ef eitthvað, sé óljóst. „Þarna eru óháð samtök einstaklinga sem standa fyrir þessu og það er ekki alltaf ljóst hvort það er í þágu annars ríkis, í þágu pólitískrar baráttu annars flokks eða hvort þetta er í þágu almannahagsmuna," sagði Silja Bára í samtali við fréttastofu eftir erindið.Rússneskir hakkarar að baki lekanum? Þannig hafa vaknað spurningar um það hvort persónuleg óvild Julian Assange sjálfs sé það sem ráði för í raun. Assange situr enn í útlegð í London, en í vikunni lokuðu ekvadorsk stjórnvöld á nettengingu hans í vikunni með þeim rökum að þau vilji ekki stuðla að utanaðkomandi afskiptum að innanríkismálum Bandaríkjanna. Kaldhæðnin er kannski sú að Wikileaks samtökin, sem starfa í nafni róttæks gagnsæis, eru sjálf ekki fyllilega gagnsæ um eigin starfsemi. Úr herbúðum Clinton er því haldið fram fullum fetum að Wikileaks hafi þegið tölvupóstana úr höndum rússnesku leyniþjónustunnar. Sé það rétt gæti lekinn haft verulega áhrif á samskipti þessara stórvelda á komandi kjörtímabili.Óttinn við framtíðarleka gæti haft langtímaáhrif Rætt er um að ógnin af netárásum verði veigameiri en áður í þjóðaröryggismálum Bandaríkjanna á næsta kjörtímabili. Jafnvel þótt Wikileaks lekarnir hafi ekki úrslitaáhrif í kosningunum eftir tvær vikur gæti óttinn við frekari leka af sama tagi því haft áhrif á stjórnmálin til framtíðar og um leið á starf sagnfræðinga framtíðar, eins og Silja Bára bendir á. „Það getur auðvitað vel verið að til lengri tíma verði meiri áhrif af þessum lekamálum og þá kannski einna helst í því hvernig gögn verða vistuð. Að fólk fari að veigra sér við því að setja upplýsingar í skriflegt form." Verði það raunin gæti um leið reynst erfiðara síðar meir að greina svart á hvítu fyrir hvaða málaflokka eða hugmyndir frambjóðendur til hafi staðið. „Þetta er bara nýr veruleiki sem við erum að læra á ennþá."
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Sjá meira