Nefndarmaður rithöfundaverðlauna Nóbels segir Dylan sýna hroka Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 13:15 Bob Dylan virðist lítið spenntur yfir Nóbelsverðlaununum. Vísir/Getty Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa. Nóbelsverðlaun Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira
Þögn tónlistarmannsins Bob Dylan er skerandi. Það finnst að minnsta kosti sænska rithöfundinum Per Wastberg sem situr í Nóbelsnefndinni sem ákvað að verðlauna Dylan bókmenntaverðlaunin í ár fyrir framúrskarandi textagerð í gegnum árin. Dylan er fyrsti tónlistarmaðurinn sem hlýtur verðlaunin sem verða formlega veitt 10. desember næstkomandi í Stokkhólmi. Frá því að það var opinberað þann 13. október síðastliðinn að Dylan hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels í ár hefur nefndin og heimurinn beðið þess með óþreyju að fá viðbrögð frá goðinu. Ákvörðunin hlaut blendnar viðtökur og því hafa margir beðið spenntir eftir því að vita hvað gamla sérvitringnum sjálfum finnst. En þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að hafa samband við hans og hans nánustu hefur Dylan verið passasamur um að tjá sig ekki um málið. Hvorki á sviði eða á samfélagsmiðlum. Hann hefur líka neitað að veita viðtöl vegna málsins.„Ókurteisi og hroki“ Sænski rithöfundurinn Per Wastberg segir þetta sýna hroka Dylan en nefndin veit ekki einu sinni hvort tónlistarmaðurinn muni láta sjá sig á sjálfri athöfninni eður ei. Það er sjálfur Carl XVI Gustaf Svíakonungur sem á að afhenda Dylan verðlaunin „Þetta er ókurteist og hrokafullt af honum,” sagði Wastberg í viðtali við sænska ríkissjónvarpið. “Við höfum aldrei lent í þessu áður og við fáum engin viðbrögð þrátt fyrir ítrekuð símtöl okkar meginn frá.” Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem þeir sem hafa verið verðlaunaðir af nefndinni hafa ekki mætt en aðrir hafa þó látið vita fyrir fram. Albert Einstein mætti ekki árið 1921 þegar hann fékk verðlaunin fyrir eðlisfræði og franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean-Paul Sartre afþakkaði verðlaunin alfarið árið 1964. Aðrir sem þóttu koma til greina í ár voru Salman Rushdie, sýrlenska skáldið Adonis og Ngugi wa Thiong’o frá Kenýa.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun Innlent Kona grunuð um íkveikjur á Selfossi gengur laus Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Fleiri fréttir Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Sjá meira