Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. desember 2025 09:23 Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn í Reykjavík. Vísir/Vilhelm/aðsend Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Frá þessu greinir Kristín í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún hafa tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingiskosningunum í fyrra eftir hvatningu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og lærdómsrík og hún hafi kveikt enn frekari áhuga til að halda áfram í pólitík. „Það má segja að pólitíska bakterían hafi fundið sér fasta bólsetu hjá mér og hef ég mikinn áhuga og löngun í að nýta krafta mína áfram á þeim vettvangi,“ skrifar Kristín í færslunni. „Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og finnst mér verkefnin sem bíða í Ráðhúsinu afar aðkallandi og hef ég sem borgarbúi mikinn áhuga á að leggja mitt að mörkum þar. Ég tel að reynsla mín í starfi innan leik - og grunnskóla, hvort tveggja í sjálfstætt starfandi skólum sem og borgarreknum leikskólum nýtist þar afar vel. Einnig hef ég þurft að nota ýmsa þjónustu á sviði velferðarmála bæði í vinnu og í tengslum við son minn og má segja að þar sé hægt að auka skilvirkni svo um munar.“ Þrátt fyrir virka þátttöku innan Sjálfstæðisflokksins hyggist hún söðla um og gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn. „Mig langar því að bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Að þessu sinni innan Miðflokksins. Ég tel að hugmyndir mínar og skoðanir á sviði þeirra mála sem ég brenn einna helst fyrir rími betur við stefnu þeirra,“ skrifar Kristín. „Ég segi mig því hér með frá trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þar með talið varaformennsku í Hvöt og málefnavinnu og vil nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið og ómetanlega reynslu undanfarna mánuði.“ Reykjavík Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira
Frá þessu greinir Kristín í færslu á Facebook í gærkvöldi. Þar segist hún hafa tekið sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í Alþingiskosningunum í fyrra eftir hvatningu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Kosningabaráttan hafi verið skemmtileg og lærdómsrík og hún hafi kveikt enn frekari áhuga til að halda áfram í pólitík. „Það má segja að pólitíska bakterían hafi fundið sér fasta bólsetu hjá mér og hef ég mikinn áhuga og löngun í að nýta krafta mína áfram á þeim vettvangi,“ skrifar Kristín í færslunni. „Senn líður að sveitarstjórnarkosningum og finnst mér verkefnin sem bíða í Ráðhúsinu afar aðkallandi og hef ég sem borgarbúi mikinn áhuga á að leggja mitt að mörkum þar. Ég tel að reynsla mín í starfi innan leik - og grunnskóla, hvort tveggja í sjálfstætt starfandi skólum sem og borgarreknum leikskólum nýtist þar afar vel. Einnig hef ég þurft að nota ýmsa þjónustu á sviði velferðarmála bæði í vinnu og í tengslum við son minn og má segja að þar sé hægt að auka skilvirkni svo um munar.“ Þrátt fyrir virka þátttöku innan Sjálfstæðisflokksins hyggist hún söðla um og gefa kost á sér fyrir Miðflokkinn. „Mig langar því að bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Að þessu sinni innan Miðflokksins. Ég tel að hugmyndir mínar og skoðanir á sviði þeirra mála sem ég brenn einna helst fyrir rími betur við stefnu þeirra,“ skrifar Kristín. „Ég segi mig því hér með frá trúnaðarstörfum innan Sjálfstæðisflokksins, þar með talið varaformennsku í Hvöt og málefnavinnu og vil nota tækifærið til að þakka fyrir samstarfið og ómetanlega reynslu undanfarna mánuði.“
Reykjavík Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Erlent Fleiri fréttir Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Sjá meira