Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 13:07 Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Vísir/Getty Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni. Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira
Stór netárás var gerð í Bandaríkjunum í gær og olli því að fjöldi vinsælla vefsíða, svo sem Twitter, Spotify og Netflix, lá niðri um tíma. Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. Íslenskir tístarar urðu þess margir varir í gærkvöldi að Twitter lá niðri um tíma. Það sama átti við um fleiri stórar vefsíður með milljónir notenda á heimsvísu, svo sem Netflix, Spotify, Reddit og Airbnb. Þá lá vefsíða New York Times einnig niðri. Dagblaðið greinir nú frá því að ástæðan hafi verið tölvuárás sem gerð var á bandaríska fyrirtækið Dyn, sem er eitt af þeim sem hefur umsjón með DNS kerfinu svo nefnda um netþjóna. Með öðrum orðum heldur Dyn utan um innviði internetsins. Haft er eftir öryggissérfræðingum Dyn að árásarinnar hafi fyrst orðið vart á austurströnd Bandaríkjanna þar sem aðgangur lokaðist að fjölda vefsíða strax í gærmorgun, en það hafi síðan breiðst út um Bandaríkin í vesturátt í þremur bylgjum þegar leið á daginn og fram á kvöld. Það sem vekur sérstakan ugg er að hakkararnir að baki árásinni virðast hafa brotið sér leið inn í kerfið í gegnum hundruð þúsunda smárra raftækja sem tengd eru netinu á heimilum fólks. Má þar nefna prentara, vefmyndavélar, netbeina og jafnvel barnahlustunartæki. Án vitneskju eigenda tækjanna tóku hakkararnir yfri stjórn á þeim til þess að samræma óvænta bylgju af netumferð gegnum tækin, sem lamaði netþjóna. Árásin er nú til rannsóknar bæði hjá bandarísku alríkislögreglunni FBI og hjá heimavarnarráði Bandaríkjanna. New York Times hefur eftir sérfræðingi hjá Dyn að fyrirtækið og önnur sem hýsi burðarvirki Internetsins verði í vaxandi mæli fyrir alvarlegum árásum. Bæði hafi slíkum árásum fjölgað en þær séu einnig orðnar flóknari í framkvæmd og standi yfir í lengri tíma, sem gerir það erfiðara að standa þær af sér. Öryggissérfræðingar hafa um nokkra hríð varað við því að vaxandi samþættingu tækja í daglegu lífi sem tengd eru netinu, svokölluðu internet hlutanna eða internet of things, fylgi risastórar öryggisáskoranir. New York Times segir að árásin í gær sé aðeins forsmekkurinn af því hvernig þessi tæknibylting gæti verið notuð til frekari netárása í framtíðinni.
Mest lesið „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Erlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Erlent Fleiri fréttir Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Sjá meira