Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. október 2016 07:00 Dolan kardináli ásamt Hillary Clinton, Donald Trump og Melaniu, eiginkonu Trumps, á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York, þar sem brandararnir fuku. Vísir/AFP Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Líkurnar á sigri Hillary Clinton í forsetakosningum mælast nú um eða yfir 90 prósent, samkvæmt þeim fjölmiðlum, fyrirtækjum og stofnunum sem grannt fylgjast með skoðanakönnunum. Bilið á milli hennar og Donalds Trump hefur breikkað jafnt og þétt síðustu vikurnar. Trump hefur ekki tekist að bæta stöðu sína í þrennum sjónvarpskappræðum sem nú er lokið. Þvert á móti hefur staða hans versnað. Samkvæmt samantekt kosningavefsins fivethirtyeight.com mældist Clinton með 1,5 prósenta forskot þegar fyrstu kappræðurnar voru haldnar þann 26. september síðastliðinn. Forskot hennar var komið upp í 5,6 prósent þegar kappræðum númer tvö var sjónvarpað þann 9. október. Og þegar þriðju og síðustu kappræðurnar voru haldnar nú á miðvikudagskvöldið var, þá var forskot hennar orðið 6,6 prósent. Kappræðurnar hafa allar verið hatrammar, þar sem forsetaefnin hafa skotið fast hvort á annað. Trump hefur þó jafnan verið orðljótari og nokkrum sinnum misst stjórn á sér, sem greinilega hefur ekki hjálpað honum. Á fimmtudagskvöldið, daginn eftir síðustu kappræðurnar, komu þau síðan saman á góðgerðarkvöldi kaþólsku kirkjunnar í New York og gerðu óspart grín að hvort öðru og sjálfu sér. Löng hefð er fyrir uppákomu af þessu tagi en brandararnir þóttu misvel heppnaðir að þessu sinni. Aðeins tvær og hálf vika er nú til kosninga, sem verða haldnar þriðjudaginn 8. nóvember. Afar sjaldgæft er að fylgi breytist mikið til kosninga þegar svona langt er komið. Til þess að svo yrði þá þyrfti eitthvað óvænt að koma til. Allt bendir því til þess að Trump nái ekki einu sinni 200 kjörmönnum af 538 á kjörmannasamkomunum í desember þegar forseti verður formlega valinn. Fyrirkomulag forsetakosninga í Bandaríkjunum er þannig að kjósendur í hverju hinna 50 ríkja Bandaríkjanna kjósa svonefnda kjörmenn, sem koma síðan saman og velja formlega forseta fyrir hönd kjósenda.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24 Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49 Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Baulað á Trump á góðgerðarkvöldverði Trump og Clinton mættu á góðgerðakvöldverð í New York sem átti að einkennast af léttu gríni. 21. október 2016 10:24
Obama segir ummæli Trump hættuleg Barack Obama Bandaríkjaforseti segir það hættulegt af Donald Trump forsetaframbjóðanda að neita að gefa það út fyrirfram að hann muni una niðurstöðum forsetakosninganna í nóvember. 21. október 2016 07:49
Trump segist munu viðurkenna niðurstöðuna ef hann sigrar Donald Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa neitað að greina frá því hvort hann muni viðurkenna niðurstöður kosninganna. 20. október 2016 17:28