Steingrímur J.: Alger þvættingur að fyrir liggi samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 20. október 2016 22:27 Steingrímur J. segir þetta rangt, uppspuna frá rótum og lygi. visir/eyþór/stefán „Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
„Mér virðist að heimild fyrir þessari frétt sé nafnlaus slúðurvefur. Þetta er einfaldlega rangt, uppspuni og lygi frá rótum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, oddviti VG í Norðausturkjördæmi. Steingrímur er að tala um fullyrðingar Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar, þess efnis að fyrir lægi einhvers konar samkomulag milli VG og Sjálfstæðisflokks um myndun ríkisstjórnar að loknum kosningum. Vísir greindi frá þessu nú fyrr í kvöld, reyndi að ná tali af Steingrími þá til að bera þetta undir hann en hafði ekki erindi sem erfiði – stanslaust var á tali hjá Steingrími, enda hann í önnum: Níu dagar til kosninga. „Á þessum ágæta fundi í Grímsey, þar sem stór hluti fullorðinna íbúa sem staddur var í eyjunni mætti, voru engin orð viðhöfð af minni hálfu um ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Ég talaði á nákvæmlega sömu nótum um stöðuna í stjórnmálunum að þessu leyti eins og formaður okkar Katrín Jakobsdóttir og við öll höfum gert. Það sem við viljum er að mynda vinstri stjórn undir forystu Katrínar Jakobsdóttur,“ segir Steingrímur sem furðar sig mjög á því að staðhæfingar sem þessar séu settar fram. Í Facebook-pistli Benedikts, þar sem hann segir þetta samkomulag VG og Sjálfstæðisflokks fyrirliggjandi er tengt í frásögn af vefmiðlinum Vegginn sem lætur sig kosningarnar miklu varða, en þar eru skrif nafnlaus. „Já, mér finnst umhugsunarefni að formenn stjórnmálasamtaka, sem væntanlega ætlast til þess að þeir séu teknir alvarlega, eins og Benedikt Jóhannesson, hlaupi upp með þvætting af þessu tagi. Þegar frumheimildin er jafn augljóslega ómarktæk eins og hér ber raun vitni.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Fleiri fréttir Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Sjá meira
Stjórn VG og Sjálfstæðisflokks í deiglunni Benedikt Jóhannesson segir Steingrím J. Sigfússon hafa haldið þessu fram í Grímsey. 20. október 2016 21:38