Brandarar, bolamyndir og almenn gleði eftir að Derrick Rose var sýknaður af hópnauðgun Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2016 12:00 Derrick Rose, lögmaður hans og einn kviðdómenda hress og kát eftir réttarhöldin í gær. mynd/twitter NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016 NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
NBA-stjarnan Derrick Rose, leikmaður New York Knicks, var í gær sýknaður ásamt vinum sínum Randall Hampton og Ryan Allen af hópnauðgun sem átti sér stað árið 2013. Vinirnir voru ákærðir fyrir að brjótast inn í hús stúlku sem Rose var í sambandi með og nauðga henni er hún lá nær meðvitundarlaus vegna áfengisdrykkju. Hún sakaði þremenningana einnig um að hafa byrlað sér ólyfjan. Eftir þriggja tíma samræður kviðdómenda fyrir luktum dyrum ákváðu konurnar sex og karlmennirnir tveir sem voru með framtíð Rose og vina hans í lúkunum að sýkna strákana.Allir hressir Kviðdómendum fannst framburður stúlkunnar ekki trúverðugur. Þvert á móti var niðurstaða kviðdómsins einróma um að sönnunargögnin sýndu að stúlkan tók virkan þátt í hópkynlífinu með Rose og hinum tveimur þetta örlagaríka kvöld fyrir þremur árum. Atburðarásin sem átti sér stað eftir að dómurinn var kveðinn upp og dómarinn sagði Rose að hann gæti gengið út sem frjáls maður var í meira lagi furðuleg. Stúlkan gróf höfuð sitt í höndum sér er dómarinn sló á létta strengi, sekúndum eftir að slá hamarnum í borðið. „Ég óska þér alls hins besta, nema þegar Knicks mæta Lakers,“ sagði dómarinn Michael W. Fitzgerald léttu og kátur, en réttarhöldin fóru fram í Los Angeles og er dómarinn stuðningsmaður Lakers-liðsins..... https://t.co/q7WiQm3BKK pic.twitter.com/Chx0zPYOuo— Kenny Ducey (@KennyDucey) October 19, 2016 „Ég er mjög ánægður með að kerfið virkað. Það er ótrúlegt að ein kona og lygar hennar geta skapað svona mikil vandræði fyrir þrjá menn,“ sagði Michael Monica, lögmaður Rose, við fjölmiðla er þeir gengu úr réttarsalnum. Hann tætti svo fjölmiðla í sig fyrir hlutdrægan fréttaflutning af málinu. LA-Times greinir frá. Stúlkan sem ásakaði Rose og félaga talaði ekki við fjölmiðla eftir réttarhöldin. Lögmaður hennar hélt heldur enga ræðu. Hann sagðist bara ekki skilja þennan úrskurð og yfirgaf svæðið með hraði. Það sem gerðist eftir þetta hefur vakið upp mikla reiði en nokkrir af þeim kviðdómendum sem sýknuðu Derrick Rose fengu bolamynd af sér með NBA-stjörnunni. „Þetta sér maður ekki á hverjum degi. Derrick Rose og lögmaður hans hressir og kátir með kviðdómendum eftir úrskurð,“ skrifaði Joel Rubin, blaðamaður LA Times, á Twitter-síðu sína og birti mynd af atvikinu. Jared Diamond, blaðamaður Wall Street Journal, varð einnig vitni að atvikinu og hafði lítinn húmor fyrir því hvernig kviðdómendur létu eftir réttarhöldin. „Kviðdómendur eru að stilla sér upp fyrir myndatöku með Derrick Rose og dómarinn reitti af sér brandara í réttarsalnum. En auðvitað er nauðgunarmenning ekkert vandamál,“ skrifaði Jared Diamond. Derrick Rose yfirgaf Chicago Bulls í sumar og gekk í raðir New York Knicks en hann getur nú byrjað nýtt tímabil með nýju liði sem frjáls maður í næstu viku.Don't see this every day. @drose and atty posing with giddy jurors after verdict. #DoevRose pic.twitter.com/hbmxnPnyf6— Joel Rubin (@joelrubin) October 19, 2016 The jurors are posing for pictures with Derrick Rose and the judge is cracking jokes in the courtroom, but sure, rape culture doesn't exist.— Jared Diamond (@jareddiamond) October 19, 2016
NBA Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira