Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2016 11:15 Hvalveiðar Íslendingar hafa verið umdeildar. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29
Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17
Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09