Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2016 11:15 Hvalveiðar Íslendingar hafa verið umdeildar. Vísir/Vilhelm Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Mikill meirihluti Íslendinga kaupir aldrei hvalkjöt samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðunarkönnunnar. Um helmingur landsmanna styður þó hvalveiðar en andstaða við veiðarnar vex nokkuð á milli ára. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem International Fund for Animal Welfare (IFAW) lét Gallup framkvæma fyrir sig á dögunum. Þar kemur fram að 81 prósent aðspurðra segjast aldrei kaupa hvalkjöt. Aðeins 1,5 prósent aðspurðra segist kaupa hvalkjöt sex sinnum eða oftar á ári. Atvinnuveiðar á hvali hófust að nýju á Íslandi árið 2006 og tók neysla hvalkjöts þá kipp á árunum á eftir. Árið 2010 sögðust um helmingur landsmanna kaupa hvalkjöt einu sinni eða oftar. Neyslan hefur þó minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum en nú sex árum síðar, er sú tala kominn niður í nítján prósent. Lítið er veitt af hrefnu á hverju ári eða 20-30 dýr árlega.Sjá einnig: Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á HúsavíkLíkt og greint var frá í fréttum Stöðvar 2 fyrr á árinu eru það helst erlendir ferðamenn sem neyta hvalkjöts hér á landi og sagði Sigursteinn Másson, talsmaður IFAW hér á landi að ljóst væri að erlendir ferðamenn héldu uppi hrefnuveiðum með neyslu á hrefnukjöti. IFAW hefur barist fyrir því að Íslendingar hætti hvalveiðum og afhenti nýlega sjávarútvegsráðherra yfir hundrað þúsund undirskriftir ferðamanna og Íslendinga sem lofa að borða ekki hvalkjöt og hvetja stjórnvöld til að stöðva veiðarnar.Bláa línan sýnir stækkað griðasvæði samkvæmt reglugerð sem gefin var út 2013 en afnumin skömmu síðar. Rauða línan afmarkar núverandi griðasvæði.AtvinnuvegaráðuneytiðRétt rúmlega helmingur styður sérstakt griðasvæði hvala í Faxaflóa Stuðningur við hvalveiðar mælist svipaður og á síðasta ári þegar IFAW lét framkvæma sambærilega könnun., 50,7 prósent segjast styðja hrefnuveiðar og 41,8 prósent segjast styðja veiðar á langreyðum. Andstaðan vex nokkuð á milli ára og umtalsvert sé borið saman við árið 2013. Þeim sem alfarið segjast hlynntir veiðunum fækkar nú mest á milli ára eða úr 18,4 prósent niður í 14,4 prósent í tilfelli hrefnuveiða og úr 17,1 prósent niður í 13,4 prósent þegar veiðar á langreyðum eru annars vegar. 50,6 prósent landsmanna svarenda segjast styðja það að Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en 20,5 prósent eru því andvig. Hluti Faxaflóa er nú þegar griðasvæði fyrir hvali en í maí 2013 gaf þáverandi sjávarútvegsráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, út reglugerð þar sem dregin var lína frá Garðskagavita norður að Skógarnesi á Snæfellsnesi. Með því var griðasvæðið stækkað. Skömmu síðar, eða í júlí 2013, þegar ný ríkisstjórn hafði tekið við var griðasvæðið minnkað aftur í fyrra horf og nær það nú frá Garðskagavita að Akranesi. Hefur verið skorað á ríkisstjórnina að stækka griðasvæðið, meðal annars af Reykjavíkurborg. Hvalveiðar Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið umdeildar. Bandaríkjaforseti hefur gagnrýnt þær, Gunnar Bragi Sveinsson ráðherra hefur sagt þær skaða ímynd Íslands og erlendir tölvuþrjótar ítrekað gert árásir á íslenskar vefsíður í mótmælaskyni við þærLjóst er þó að hvalveiðarnar virðast hafa lítil sem engin áhrif á straum ferðamanna hingað til lands sem hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Þá gaf utanríkisráðuneytið út skýrslu fyrr á árinum um áhrif hvalveiða á samskipti Íslanda og annarra ríkja. Niðurstaða hennar var m.a. að ekki væru unnt að sjá að ákvarðanir Bandaríkjaforseta, í tengslum við hvalveiðar Íslendinga, hafi haft nokkur teljandi áhrif á viðskiptalega hagsmuni eða diplómatísk samskipti ríkjanna.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29 Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53 Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58 Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17 Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Taka hvalkjöt úr verslunum sínum á Húsavík Samkaup og Norðursigling vinna að því að markaðssetja bæinn sem hvalamiðstöð. 19. maí 2016 10:29
Erlendir ferðamenn skoða hrefnurnar og borða þær Sú sérkennilega staða er uppi að það eru bæði hagsmunir ferðaþjónustunnar að halda hvalveiðum áfram og hætta þeim. Það eru aðallega erlendir ferðamenn sem skoða hvalina í hvalaskoðun og neyta þeirra á veitingastöðum. 6. ágúst 2016 18:53
Ekki hægt að merkja teljandi áhrif vegna hvalveiða Þetta er meðal niðurstaðna sem lesa má í skýrslu utanríkisráðherra um áhrif hvalveiða á samskipti Íslands og annarra ríkja. 29. febrúar 2016 17:58
Herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ekki hætt Samtök sem standa að herferð gegn hvalveiðum Íslendinga ætla að ekki hætta þrátt fyrir að stórhvalveiðar verði ekki stundaðar við strendur Íslands í sumar. 3. mars 2016 21:17
Afhenda sjávarútvegsráðherra hundrað þúsund undirskriftir gegn hvalveiðum Segja hvalveiðar hafa alvarleg áhrif á hvalaskoðun. "Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni.“ 1. september 2016 17:09