Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 23:56 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38