Stöðva vopnasölu til Filippseyja vegna mannréttindabrota Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2016 23:56 Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja. Vísir/AFP Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja. Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur hætt við að selja yfirvöldum Filippseyja vopn. Ríkin hafa staðið í deilum eftir að Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, brást mjög harðlega við gagnrýni á „stríð“ sitt gegn fíkniefnum í landinu.Þúsundir meintir fíkniefnasalar og neytendur hafa verið myrtir af lögreglu og vopnuðum gengjum borgara í Filippseyjum frá því Duterte tók við völdum þann 30. júní. Til stóð að Bandaríkin myndu selja lögreglunni í Filippseyjum um 26 þúsund árásarriffla, en hætt var við söluna þegar æðsti þingmaður Demókrataflokksins í utanríkismálanefnd öldungaþingsins sagðist vera á móti sölunni og hann ætlaði sér að koma í veg fyrir hana.Samkvæmt Reuters sögðu aðstoðarmenn þingmannsins Ben Cardin að honum væri mjög illa við að vopn frá Bandaríkjunum yrðu notuð til mannréttindabrota. Bandaríkin, Evrópusambandið, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi mannréttindasamtaka hafa gagnrýnt aðgerðirnar gegn fíkniefnum í Filippseyjum og segja þær augljóst brot á mannréttindum íbúa landsins. Duterte hefur hins vegar brugðist hinn reiðasti við allri gagnrýni. Hann hefur sagt opinberlega að Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, sé „hórusonur“ og hann eigi að „fara til helvítis“. Duterte hefur nú lýst því yfir að Guð hafi skipað honum að hætta að blóta. Fyrr í mánuðinum fór Duterte í opinbera heimsókn til Kína og lýsti því yfir að Filippseyjar „væru hættar með“ Bandaríkjunum. Hann ætlaði að snúa sér til Kína og Rússlands. Yfirvöld Filippseyja tilkynntu í gær að Kínverjar hefðu hleypt sjómönnum frá Filippseyjum að Scarsborough grynningunum í Suður-Kínahafi í fyrsta sinn um árabil. Kínverjar hertóku grynningarnar þar sem finna má rif og sandrif árið 2012, en grynningarnar eru í lögsögu Filippseyja.
Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45 Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00 Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45 Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Minnst 1.900 drepnir í átaki gegn fíkniefnum Það samsvarar því að um 36 hafi verið drepnir á hverjum degi frá því Duterte varð forseti í Filippseyjum. 23. ágúst 2016 14:45
Kína á ekki tilkall til eyjanna í Suður-Kínahafi Filippseyjar unnu milliríkjadómsmál gegn Kína um yfirráð á Suður-Kínahafi. Kínversk stjórnvöld segjast þó ekki taka neitt mark á úrskurði gerðardómsins. 13. júlí 2016 06:00
Duterte segist hættur að nota blótsyrði eftir samtal við guð Forseti Filippseyja segir að guð hafi rætt við sig í flug á leið sinni frá Japan. 28. október 2016 08:25
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40
Kína og Rússland halda sameiginlegar æfingar í Suður-Kínahafi Segja æfingunum ætlað að styrkja samvinnu ríkjanna og ekki beint gegn öðrum ríkjum. 28. júlí 2016 13:45
Kína á ekki sögulegan yfirráðarétt Alþjóðagerðardómurinn í Haag í Hollandi segir Kína ekki eiga yfirráðarétt yfir 90 prósentum Suður-Kínahafs. 12. júlí 2016 10:30
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38