Óttarr um græna jakkann: „Guli rekkinn inni í skáp orðinn þreyttur og skítugur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. október 2016 16:36 Óttarr Proppé er hvergi nærri hættur að koma á óvart um fatavalið sitt. „Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi. Fötin sem Óttarr klæddist í umræðuþætti RÚV með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing í gærkvöldi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter, og virtist fólk jafnvel vera í uppnámi. „Þetta kemur eiginlega bara til útaf því að guli rekkinn inni í fataskápnum mínum var orðinn nokkuð þreyttur og skítugur eftir langa kosningabaráttu og maður þurfti að teygja sig djúpt inn í skápinn.“ Klæðaburður Óttars hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. Í dag mætti Óttarr á fund til Guðna Th. forseta Íslands til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þá mætti Óttarr í græna jakkanum sem hann var í á RÚV í gærkvöldi en var í gömlu góðu karrígulu buxunum og karrígulu vesti. Hann var einnig í vínrauðri rúllukragapeysu. „Maður er kannski farinn að horfa á fjölbreyttari klæðnað í dag. Ég hef svosem látið sjá mig í öðru, þó svo að ég forðist grá jakkaföt og bindi. Fólk má alveg reikna með því að ég láti sjá mig í einhverju öðru í framtíðinni. Þessi græni jakki er einn af mínum uppáhalds og ég hafði ekki farið í hann í mörg ár.“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvort græni jakkinn hafi verið einhver skilaboð til VG eða jafnvel Framsóknarflokksins, en þar er græni liturinn áberandi. „Mér finnst allavega mjög viðeigandi að vera í þessum jakka, þar sem Björt Framtíð er mjög grænn flokkur og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin.“ Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
„Ég gerði mér bara ekki grein fyrir því að ég væri kominn með sálarheill landans svona mikið í fangið,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, í samtali við Vísi. Fötin sem Óttarr klæddist í umræðuþætti RÚV með formönnum þeirra flokka sem náðu mönnum inn á þing í gærkvöldi vöktu mikla athygli á samfélagsmiðlinum Twitter, og virtist fólk jafnvel vera í uppnámi. „Þetta kemur eiginlega bara til útaf því að guli rekkinn inni í fataskápnum mínum var orðinn nokkuð þreyttur og skítugur eftir langa kosningabaráttu og maður þurfti að teygja sig djúpt inn í skápinn.“ Klæðaburður Óttars hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. Í dag mætti Óttarr á fund til Guðna Th. forseta Íslands til að ræða mögulega stjórnarmyndun. Þá mætti Óttarr í græna jakkanum sem hann var í á RÚV í gærkvöldi en var í gömlu góðu karrígulu buxunum og karrígulu vesti. Hann var einnig í vínrauðri rúllukragapeysu. „Maður er kannski farinn að horfa á fjölbreyttari klæðnað í dag. Ég hef svosem látið sjá mig í öðru, þó svo að ég forðist grá jakkaföt og bindi. Fólk má alveg reikna með því að ég láti sjá mig í einhverju öðru í framtíðinni. Þessi græni jakki er einn af mínum uppáhalds og ég hafði ekki farið í hann í mörg ár.“ Sumir hafa velt því fyrir sér hvort græni jakkinn hafi verið einhver skilaboð til VG eða jafnvel Framsóknarflokksins, en þar er græni liturinn áberandi. „Mér finnst allavega mjög viðeigandi að vera í þessum jakka, þar sem Björt Framtíð er mjög grænn flokkur og við leggjum mikla áherslu á umhverfismálin.“
Tíska og hönnun Tengdar fréttir Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ný jakkaföt Óttars vekja athygli á Twitter: „Ég skil ekkert í íslenskri pólitík lengur“ Klæðaburður Óttars Proppé hefur lengi vakið athygli og voru karrígul jakkaföt hans og rauður rúllukragabolur sem hann klæddist mikið í kosningabaráttunni mikið til umræðu á kaffistofum landsmanna og mannamótum. 30. október 2016 20:14