Bjarni mættur á Bessastaði: Á von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 10:04 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins kom til Bessastaða rétt fyrir klukkan 10 í morgun en forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson boðaði í gær alla formenn þeirra flokka sem náðu kjöri á Alþingi á fund til sín í dag. Mætir Bjarni fyrstur og síðan Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og svo koma formenn flokkanna koll af kolli í stærðarröð ef svo má segja, en Guðni boðaði flokkanna til sín eftir því hversu mikið fylgi þeir hlutu í kosningunum. Í samtali við fjölmiðlamenn á Bessastöðum í morgun sagðist Bjarni eiga von á því að fá stjórnarmyndunarumboðið þar sem hann sæi ekki aðra raunhæfa kosti í stöðunni. Aðspurður kvaðst hann hafa rætt óformlega við nokkra leiðtoga stjórnmálaflokkanna en engar formlegar viðræður eru hafnar. „Ég geri svona frekar ráð fyrir því verð ég að segja í ljósi niðurstöðu kosninganna ég sé engan annan kost í sjálfu sér þó ég leyfi mér að horfa á mál frá mínum bæjarhól það finnst mér lýðræðislegasta niðurstaðan,“ sagði Bjarni um það hvort hann búist við því að fá umboðið.Bjarni ræðir við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði í morgun.vísir/friðrik þórÞá sagði Bjarni að stjórnarmyndunarviðræður ættu ekki að dragast á langinn umfram það sem nauðsynlegt væri. „Ísland er ekki í kreppu, Ísland er í engri krísu. Það gengur vel, fólk hefur atvinnu, hér er hagvöxtur og það er nokkuð bjart framundan, fjárlög með afgangi og stefnir í góðan afgang á næsta ári. Hvað þetta snertir ætti að vera tiltölulega auðvelt að mynda ríkisstjórn en vissulega þá þarf fleiri en tvo til og ég er sannfærður um að það þurfi ekkert að taka mjög langan tíma.“ Fréttablaðið greindi meðal annars frá því í dag að Bjarni hefði rætt við Óttarr Proppé formann Bjartrar framtíðar í gær um mögulega ríkisstjórn þeirra og Viðreisnar. Í Bítinu í morgun var Óttarr svo spurður út í símtalið og sagði hann að þeir Bjarni hefðu heyrst „bara til að spekúlera hvernig landið lægi,“ eins og hann orðaði það. Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosningunum og 21 þingmann kjörinn. Minnsti flokkurinn á þingi er Samfylkingin en hún hlaut 5,7 prósent atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Oddný Harðardóttir formaður flokksins mætir því seinust til Bessastaða í dag, eða klukkan 16. Viðbúið er að forsetinn veiti ekki neinum umboðið fyrr en að hann hefur hitt formenn allra flokkanna í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47 Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Fleiri fréttir „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Sjá meira
Óttarr um símtalið við Bjarna: „Við rétt heyrðumst bara til að spekúlera í hvernig landið lægi“ Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að það hafi verið dálítið gaman að vakna upp við forsíðu Fréttablaðsins í dag þar sem sjá má hann og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins takast í hendur fyrir leiðtogaumræður á RÚV í gærkvöldi. 31. október 2016 09:47
Ræddu saman í síma í gær Formenn Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa rætt saman óformlega um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf með Viðreisn. Forseti Íslands hefur boðað alla formenn flokkanna sem náðu á þing á sinn fund í dag. 31. október 2016 07:00