Drullusokkur eða örviti Helga Vala Helgadóttir skrifar 31. október 2016 08:00 Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun
Ég játa. Ég er mikil keppnismanneskja og á köflum ansi skapheit. Ég hrópa „rugl dómari“ og „þetta var augljós villa“ þegar þannig er gállinn á mér og finnst nærstöddum oft nóg um hávaðann úr stúkunni. En eitt stilli ég mig þó um að gera. Ég segi aldrei að dómarinn eða leikmenn séu örvitar, drullusokkar eða skíthælar. Ég get verið ósammála dómaranum á meðan á keppni stendur en það veitir mér ekki nokkra heimild til að úthrópa hann eða leikmenn persónulega með níðyrðum. Þannig hef ég einnig kosið að hegða mér gagnvart stjórnmálamönnum. Ég get nefnilega verið ævintýralega mikil keppnismanneskja í pólitíkinni líka. Ég nánast hrópa á sjónvarpið þegar mér misbýður það sem mér finnst vera bull og vitleysa í máli stjórnmálamannsins, sprett fagnandi á fætur, líkt og gerðist þegar Áki norðanhetja birtist á skjánum á kosninganótt, sótbölva og hneykslast á því hvað fólki gengur til en tem mér það líka að níða ekki persónulega skóinn af fólki þó ég sé því ósammála. Ég hef valið að kalla stjórnmálamenn ekki drullusokka eða örvita, já því þetta er val. Við getum vel verið ósammála um strauma og stefnur í pólitíkinni, um áherslur og forgangsröðun, en það smættar alla umræðuna að viðhafa svona orðbragð á netinu og í daglegu tali. Hluti af lýðræðislegri þátttöku er nefnilega að geta skipst á skoðunum og ekki síður að miðla málum án þess „að fara í manninn“. Prófum að vanda okkur smá næstu daga. Við sofnum sáttari á kvöldin og vöknum glaðari að morgni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson Skoðun