Innlent

Sigurður Ingi skilaði umboðinu til Guðna

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Th. Jóhannesson á fundi þeirra á Bessastöðum í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson og Guðni Th. Jóhannesson á fundi þeirra á Bessastöðum í dag. vísir/anton brink
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra mun ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, klukkan 15 í dag og biðjast lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína.

Sigurður Ingi Jóhannsson mætti á Bessastaði klukkan 15 í dag.Vísir
Nýr flokkur mun í framhaldinu í kjölfarið stjórnarmyndunarumboðið en formenn Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar hafa báðir gert tilkall til umboðsins.

Óvíst er hvenær slíkt umboð verður veitt og þá hvort það verði eftir að flokkar hafa myndað meirihluta eða hvort forseti skerist í leikinn og afhendi einum flokki umboðið.

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti á Guðna fyrir messu í Hallgrímskirkju í morgun.

Guðni vildi ekki tjá sig um stjórnarmyndun á þeim tímapunkti og sagði nægan tíma til stefnu eins og sjá má eftir um fjórar mínútur í klippuni að neðan.

Uppfært kl 15.40

Forsetaembættið hefur sent frá sér tilkynningu þar sem segir að Guðni hafi fallist á lausnarbeiðni Sigurðar.

„Forseti Íslands átti í dag, sunnudaginn 30. október 2016, fund á Bessastöðum með Sigurði Inga Jóhannssyni forsætisráðherra. Á fundinum baðst ráðherra lausnar fyrir sig og ríkisstjórn sína. Forseti féllst á lausnarbeiðni hans en óskaði þess jafnframt að stjórnin sæti uns tekist hefði að mynda nýja ríkisstjórn," segir í tilkynningu frá embættinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×