Viðreisn vill ekki í „Píratabandalagið“ og útilokar samstarf við ríkisstjórnarflokkana nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 30. október 2016 12:14 Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur. Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur ítrekað að flokkurinn útiloki ríkisstjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hann hefur jafnframt fullyrt að honum hugnist ekki fimm flokka ríkisstjórnarsamstarf með stjórnarandstöðuflokkunum fjórum. Benedikt hafði lýst því yfir fyrir kosningar að ríkisstjórnarsamstarf flokkanna þriggja væri ekki möguleiki. Hann sagði í samtali við Frosta Logason og Mána Pétursson í útvarpsþættinum Harmageddon að áherslur Viðreisnar væru í veigamiklum atriðum frábrugðnar áherslum Sjálfstæðisflokksins á síðasta kjörtímabili.Sjá einnig: Benedikt útilokar ríkisstjórnarsamstarf með núverandi ríkisstjórnarflokkum Í samtali við Rás 2 í morgun lagði Benedikt áherslu á að viðhorf hans hafi ekki breyst frá því fyrir kosningar og því sé ekki útlit fyrir að Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn myndi nýja ríkisstjórn. Benedikt sagði í viðtali við Rás 2 að Viðreisn væri tilbúin til þess að leiða stjórnarmyndunarviðræður ef til þess kæmi. Ekki er möguleiki á fimm flokka ríkisstjórn ef Viðreisn vill ekki ganga í lið með stjórnarandstöðuflokkunum.Vill ekki í Píratabandalagið Sjálfstæðisflokkurinn fékk mest fylgi í nýafstöðnum kosningum en flokkurinn náði inn 21 þingmanni. Ef mynda á ríkisstjórn án tilkomu Sjálfstæðisflokksins þarf fimm flokka til. Í aukafréttatíma Stöðvar 2 nú í hádeginu gaf Benedikt í skyn að seta Viðreisnar í fimm flokka stjórn kæmi varla til greina. „Það væri kannski ekki óskastaðan. Ég er ekki alveg viss um að þjóðin sé að kalla eftir fimm flokka stjórn. Þá værum við að ganga inn í Píratabandalagið. Það hugnast mér nú ekki alveg,“ svaraði Benedikt aðspurður að möguleikanum á þátttöku Viðreisnar í fimm flokka ríkisstjórn. Fyrir kosningar hafnaði Viðreisn stjórnarmyndunarviðræðum að frumkvæði Pírata sem fóru sem kunnugt fram á veitingarstaðnum Lækjarbrekku. Ef marka má orð Benedikts er ljóst að ekki er möguleiki á fimm flokka vinstristjórn ásamt stjórnarandstöðuflokkunum. Þau ríkisstjórnarmynstur sem koma til greina eru því þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þriggja flokka stjórn Pírata, Viðreisnar og Sjálfstæðisflokks eða þriggja flokka stjórn Pírata, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks.Benedikt fer yfir málið í spilaranum að ofan eftir rúmar þrjár mínútur.
Kosningar 2016 Kosningar 2016 video Tengdar fréttir Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson: „Þjóðin var að hafna hugmyndum um vinstristjórn“ Segir ánægjulegt að nýr flokkur eins og Viðreisn fái yfir 10 prósent fylgi. 30. október 2016 04:04