Innlent

Þessi duttu út af þingi: Össur, Sigríður Inga og Willum Þór öll úti

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Þessi þrjú taka ekki sæti á þingi líkt og þau vonuðust eftir.
Þessi þrjú taka ekki sæti á þingi líkt og þau vonuðust eftir. Vísir
Fjölmargir þingmenn sem sóttust eftir endurkjöri komust ekki inn á þing. Margir reyndir þingmenn Samfylkingarinnar duttu af þingi, þar á meðal Össur Skarphéðisson, fyrrum formaður flokksins og utanríkisráðherra.

Össur var fyrst kjörinn á þing fyrir Alþýðuflokkinn árið 1991 og var umhverfisráðherra 1993-1995, iðnaðarráðherra 2007-2009 og utanríkisráðherra 2009-2013. Össur var í fyrsta sæti í Reykjavík suður. Þar fékk Samfylkingin aðeins 5,6 prósent.

Mikil þingreynsla er horfin úr þingflokk Samfylkingarinnar en auk Össurar sóttust Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Valgerður Bjarnadóttir eftir endurkjöri án árangurs. Samfylkingin tapaði sex þingsætum og er Oddný Harðardóttir, formaður flokksins, eini þingmaður flokksins sem mun taka sæti á þingi.

Helgi Hjörvar var þingflokksformaður Samfylkingarinnar.Vísir/Ernir
Hjá Framsóknarflokknum komust Karl Garðarsson og Willum Þór Þórsson ekki á þing. Karl var í fyrsta sæti flokksins í Reykjavík norður þar sem Framsókn hlaut ekki þingmann. Willum Þór var í öðru sæti í Suðurkjördæmi þar sem Eygló Harðardóttir komst inn. Mikið hefur verið rætt um hvort að Willum Þór taki við knattspyrnuliði KR sem mun tilkynna um nýjan þjálfara sinn á morgin.

Líneik Anna Sævarsdóttir, sem var í þriðja sæti á lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi komst einnig ekki inn en hún tók sæti á Alþingi árið 2013.

Hjá Bjartri framtíð missir Páll Valur Björnsson þingsæti sitt en hann bauð sig fram í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn hlaut 5,8 prósent atkvæða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×