Íslendingur í Harvard líkir stemningunni í skólanum daginn eftir kjördag við jarðarför Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2016 22:36 Kjöri Trump var mótmælt í Boston í dag sem og í New York þar sem þessi mynd var tekin. vísir/getty Halla Hrund Logadóttir, sem stundar nám og störf við Kennedy-skólann í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, líkir stemningunni í skólanum við jarðarför daginn eftir að bandaríska þjóðin kaus Donald Trump sem forseta. Þannig hafi forseti skólans ávarpað nemendur í dag þar sem margir hafi verið með tárin í augunum yfir úrslitunum og við lok ræðunnar hafi allir sungið saman sálminn Amazing Grace. Halla segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna en á meðal þess sem forseti skólans minnti nemendur á var að Trump stæði ekki fyrir gildi stofnunarinnar og nú biði hennar það verkefni að hjálpa til við að breyta bandarísku samfélagi. Halla býr nú í annað skiptið í Boston en hún var einnig við nám í borginni á árunum 2010 til 2012. Hún segir að þó að flestir hafi gert sér grein fyrir að afar mjótt yrði á mununum þá hafi það komið stuðningsfólki Hillary Clinton á óvart að Trump skyldi sigra með yfirburðum. „Það kemur fólki svo ótrúlega á óvart að Trump skuli vinna með svona miklum mun. Auðvitað Massachusetts vígi Demókrata svo flestir voru á bandi Hillary enda eru mótmæli hér núna gegn Trump,“ segir Halla í samtali við Vísi.Halla Hrund LogadóttirHalla tók þátt kosningabaráttu Hillary Clinton og gekk hús úr húsi einn daginn í sveifluríkinu New Hamsphire. Clinton hafði nauman sigur í ríkinu þar sem aðeins munaði 0,2 prósentum á henni og Trump. „Þegar maður fer svona hús úr húsi þá fær maður lista yfir þau hús sem maður á að heimsækja. Maður er aðallega að fá fólk til að kjósa og benda því á hvar og hvenær það getur kosið. Á listanum sem við fengum átti meirihlutinn að vera Demókratar en þegar við fórum svo af stað kom í ljós að það voru miklu fleiri Repúblikanar þarna en við áttum von á. Maður sá reglulega skilti í garðinum hjá fólk sem stóð á „Hillary for Prison“ en svo í næsta húsi var kannski fjölskylda sem var öll búin að kjósa Hillary, sem sýnir hversu ólík viðhorfin eru,“ segir Halla. Hún segir að auðvitað eigi stuðningsmenn Hillary erfitt með að sætta sig við úrslitin og finnist niðurstaðan enn verri í ljósi þess að Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá óttast fólk þá djúpu gjá sem er til staðar hjá bandarísku þjóðinni og úrslit kosninganna endurspegla. „Það sem mér finnst sjálfri erfiðast við kosningabaráttuna og svo þessi úrslit er að sjá að það sé allt leyfilegt til þess að komast í Hvíta húsið. Þetta var barátta á kostnað kvenna og minnihlutahópa og að mörgu leyti siðlaus og fólk óttast hvaða afleiðingar þessi barátta hans muni hafa, bæði hér og annars staðar því Bandaríkin eru jú áhrifamikið ríki. Hvernig tilvonandi forseti hagar orðræðu sinni skiptir máli því það setur tóninn fyrir það hvernig íbúar samfélagsins geta leyft sér að koma fram við hvorn annan. Eflaust á hann eftir að breyta áherslum sínum í embætti en spurningin er kannski hvaða kröfu um heiðarleika við viljum geta sett fram í kosningabaráttu eða hvort allt er leyfilegt til ná kjöri í valdamesta embætti heims?“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Halla Hrund Logadóttir, sem stundar nám og störf við Kennedy-skólann í Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, líkir stemningunni í skólanum við jarðarför daginn eftir að bandaríska þjóðin kaus Donald Trump sem forseta. Þannig hafi forseti skólans ávarpað nemendur í dag þar sem margir hafi verið með tárin í augunum yfir úrslitunum og við lok ræðunnar hafi allir sungið saman sálminn Amazing Grace. Halla segir að sorg fylgi úrslitum kosninganna en á meðal þess sem forseti skólans minnti nemendur á var að Trump stæði ekki fyrir gildi stofnunarinnar og nú biði hennar það verkefni að hjálpa til við að breyta bandarísku samfélagi. Halla býr nú í annað skiptið í Boston en hún var einnig við nám í borginni á árunum 2010 til 2012. Hún segir að þó að flestir hafi gert sér grein fyrir að afar mjótt yrði á mununum þá hafi það komið stuðningsfólki Hillary Clinton á óvart að Trump skyldi sigra með yfirburðum. „Það kemur fólki svo ótrúlega á óvart að Trump skuli vinna með svona miklum mun. Auðvitað Massachusetts vígi Demókrata svo flestir voru á bandi Hillary enda eru mótmæli hér núna gegn Trump,“ segir Halla í samtali við Vísi.Halla Hrund LogadóttirHalla tók þátt kosningabaráttu Hillary Clinton og gekk hús úr húsi einn daginn í sveifluríkinu New Hamsphire. Clinton hafði nauman sigur í ríkinu þar sem aðeins munaði 0,2 prósentum á henni og Trump. „Þegar maður fer svona hús úr húsi þá fær maður lista yfir þau hús sem maður á að heimsækja. Maður er aðallega að fá fólk til að kjósa og benda því á hvar og hvenær það getur kosið. Á listanum sem við fengum átti meirihlutinn að vera Demókratar en þegar við fórum svo af stað kom í ljós að það voru miklu fleiri Repúblikanar þarna en við áttum von á. Maður sá reglulega skilti í garðinum hjá fólk sem stóð á „Hillary for Prison“ en svo í næsta húsi var kannski fjölskylda sem var öll búin að kjósa Hillary, sem sýnir hversu ólík viðhorfin eru,“ segir Halla. Hún segir að auðvitað eigi stuðningsmenn Hillary erfitt með að sætta sig við úrslitin og finnist niðurstaðan enn verri í ljósi þess að Repúblikanar eru einnig með meirihluta í báðum deildum Bandaríkjaþings. Þá óttast fólk þá djúpu gjá sem er til staðar hjá bandarísku þjóðinni og úrslit kosninganna endurspegla. „Það sem mér finnst sjálfri erfiðast við kosningabaráttuna og svo þessi úrslit er að sjá að það sé allt leyfilegt til þess að komast í Hvíta húsið. Þetta var barátta á kostnað kvenna og minnihlutahópa og að mörgu leyti siðlaus og fólk óttast hvaða afleiðingar þessi barátta hans muni hafa, bæði hér og annars staðar því Bandaríkin eru jú áhrifamikið ríki. Hvernig tilvonandi forseti hagar orðræðu sinni skiptir máli því það setur tóninn fyrir það hvernig íbúar samfélagsins geta leyft sér að koma fram við hvorn annan. Eflaust á hann eftir að breyta áherslum sínum í embætti en spurningin er kannski hvaða kröfu um heiðarleika við viljum geta sett fram í kosningabaráttu eða hvort allt er leyfilegt til ná kjöri í valdamesta embætti heims?“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11 Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14 Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Sjá meira
Skemmtanabransinn spáði fyrir um sigur Trump Þó nokkrir hafa í gegnum tíðina spáð fyrir um forsetatíð Trump í sjónvarpi, kvikmyndum og tónlistarmyndböndum meðal annars. 9. nóvember 2016 21:11
Teflon-Trump og hvíta bylgjan: Svona fór Trump að því að vinna kosningarnar Þvert á allar spár er það Donald Trump sem mun taka við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar á næsta ári. 9. nóvember 2016 10:14
Íslendingar vakna upp við vondan draum: „Upplifað að standa yfir klósettinu og kúgast vegna niðurstöðu í kosningum“ Fjölmiðlar ytra hafa nú lýst því yfir að Donald Trump verði nýr forseti Bandaríkjanna. 9. nóvember 2016 09:40