Lífið

Stuð og stemning á kosningavöku bandaríska sendiráðsins

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Það var fjör á kosningavöku bandaríska sendiráðsins á Íslandi fyrr í kvöld.
Það var fjör á kosningavöku bandaríska sendiráðsins á Íslandi fyrr í kvöld. vísir/eyþór
Það var múgur og margmenni á kosningavöku bandaríska sendiráðsins á Hilton Hotel Nordica þegar Eyþór Árnason ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins leit þar við fyrr í kvöld.

Haldnar voru forsetakosningar í salnum þar sem viðstaddir gátu kosið á milli þeirra Hillary Clinton og Donald Trump. Kom þá í ljós að mikill meirihluti þeirra sem voru í salnum kusu Hillary, eða um 85 prósent.

Það er því eðlilega mikið fagnað á vökunni þegar Clinton gengur vel en samkvæmt blaðamanni Vísis sem er á vökunni er mikið stuð á vökunni þar sem fólk fylgist grannt með nýjustu tölum. Þá er nóg af kræsingum á boðstólnum; Krispy Kreme, KFC, Taco Bell og pizzur frá Pizza Hut.

I myndaalbúminu hér að ofan má skoða myndir frá vökunni frá því fyrr í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×