Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Fram 20-23 | Toppliðið komið áfram Ingvi Þór Sæmundsson í Valshöllinni skrifar 8. nóvember 2016 22:00 Steinunn Björnsdóttir skorar hér eitt marka sinna. Vísir/Eyþór Fram er komið í 8-liða úrslit Coca Cola- bikars kvenna eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Val í Valshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fram er því enn taplaust í vetur en liðið situr á toppi Olís-deildar kvenna með 15 stig af 16 mögulegum. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Sóknarleikurinn var misjafn en vörnin var sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir frábær í markinu. Hún varði alls 26 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig. Fram byrjaði leikinn miklu betur. Guðrún Ósk varði átta skot á fyrstu tíu mínútum leiksins og Diana Satkauskaite virtist sú eina sem gat skorað í liði Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram í 2-5 eftir tíu mínútna leik en þá kom frábær kafli hjá Val sem náði forystunni eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Ástrós Anna Bender hrökk í gang á þessum kafla og varði m.a. fjögur skot frá leikmönnum Fram í röð. Þessi efnilegi markvörður varði alls tíu skot í fyrri hálfleik (45%) en Guðrún Ósk var með 13 skot (52%) hjá Fram. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Valur byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur og spilaði mjög öfluga vörn sem Fram átti í vandræðum með að leysa. Í stöðunni 15-15 fékk Framliðið tvær brottvísanir með skömmu millibili. En í staðinn fyrir að Valur næði forskotinu hélt Fram jöfnu, 0-0, þegar þær voru fjórar á móti sex. Guðrún Ósk reyndist sérstaklega mikilvæg á þeim kafla en hún varði þrisvar sinnum úr góðum færum frá leikmönnum Vals. Eftir þennan slæma kafla fjaraði undan leik Vals og Fram tók fram úr. Varnarleikur gestanna var gríðarlega öflugur og það kom betri taktur í sóknarleikinn. Framliðið var yfirvegað á lokakaflanum og tryggði sér þriggja marka sigur, 20-23, og farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með sex mörk. Guðrún Ósk var sem áður sagði frábær í markinu og Steinunn Björnsdóttir átti sömuleiðis stórleik; skoraði fimm mörk, fiskaði þrjú vítaköst og var sterk í vörninni. Hjá Val var Diana í sérflokki en hún skoraði níu mörk, eða nær helming marka liðsins. Ástrós Anna átti svo flottan leik í markinu með 20 bolta varða (47%).Alfreð: Flottur handboltaleikur tveggja góðra liða Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, átti erfitt með að setja fingur á það hvað klikkaði hjá liðinu gegn Fram í kvöld. „Það er erfitt að nefna eitt atriði. Auðveldasta útskýringin er þegar við vorum sex á móti fjórum klikkuðum við á þremur góðum færum. Það var súrt í broti eftir flottan leik fram að því,“ sagði Alfreð sem var á heildina litið sáttur með leik Vals í kvöld. „Við ætluðum okkur of mikið í byrjun og það var smá stress í liðinu. Svo stilltum við miðið aðeins og okkur leið betur inni á vellinum. Þetta var flottur handboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Alfreð. „Það er kannski hægt að segja að við hikuðum aðeins í árásunum okkar í seinni hálfleik, eins og við gerðum það vel í þeim fyrri.“ Alfreð segir að Valur hafi tapað fyrir mjög sterku liði Fram í kvöld. „Fram gekk aðeins á lagið. Þær hafa verið mjög sterkar andlega í haust og unnið svona jafna leiki. Því miður fyrir okkur héldu þær því áfram og bara vel gert hjá þeim,“ sagði þjálfarinn að endingu.Stefán: Skiptir öllu að vera komin áfram Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur við sigurinn á Val og sætið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Valur var svo sterkari fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og var tveimur fleiri í stöðunni 15-15. Þá ver Guðrún [Ósk Maríasdóttir] þrisvar sinnum frábærlega og það hjálpaði okkur. Eftir það vorum við betri aðilinn og áttum þetta skilið,“ sagði Stefán. Fram skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var í miklum vandræðum í sókninni. En hvað breyttist svo? „Við spiluðum aðeins sjö á móti sex, það kom meira flot á boltann og við sóttum betur á þetta. Við erum gott sóknarlið og vissum það. Það skiptir öllu að vera komin áfram,“ sagði Stefán sem hrósaði varnarleik Fram á lokakafla leiksins. „Við vorum ekki nógu ánægð með hann í fyrri hálfleik en hann var frábær síðustu 20 mínúturnar,“ sagði þjálfarinn sem er að vonum kátur með gott gengi síns liðs það sem af er tímabili. „Ég er ótrúlega ánægður með gengið. Þessi bikarleikur var mjög hættulegur en ég er mjög með að vera kominn áfram.“Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórStefán Arnarsson, þjálfari Fram.Vísir/Eyþór Olís-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira
Fram er komið í 8-liða úrslit Coca Cola- bikars kvenna eftir þriggja marka sigur, 20-23, á Val í Valshöllinni í kvöld.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og tók þessar myndir hér fyrir ofan. Fram er því enn taplaust í vetur en liðið situr á toppi Olís-deildar kvenna með 15 stig af 16 mögulegum. Fram var heilt yfir sterkari aðilinn í leiknum í kvöld. Sóknarleikurinn var misjafn en vörnin var sterk og Guðrún Ósk Maríasdóttir frábær í markinu. Hún varði alls 26 skot, eða 57% þeirra skota sem hún fékk á sig. Fram byrjaði leikinn miklu betur. Guðrún Ósk varði átta skot á fyrstu tíu mínútum leiksins og Diana Satkauskaite virtist sú eina sem gat skorað í liði Vals. Ragnheiður Júlíusdóttir kom Fram í 2-5 eftir tíu mínútna leik en þá kom frábær kafli hjá Val sem náði forystunni eftir að hafa skorað fjögur mörk í röð. Ástrós Anna Bender hrökk í gang á þessum kafla og varði m.a. fjögur skot frá leikmönnum Fram í röð. Þessi efnilegi markvörður varði alls tíu skot í fyrri hálfleik (45%) en Guðrún Ósk var með 13 skot (52%) hjá Fram. Staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Valur byrjaði seinni hálfleikinn ívið betur og spilaði mjög öfluga vörn sem Fram átti í vandræðum með að leysa. Í stöðunni 15-15 fékk Framliðið tvær brottvísanir með skömmu millibili. En í staðinn fyrir að Valur næði forskotinu hélt Fram jöfnu, 0-0, þegar þær voru fjórar á móti sex. Guðrún Ósk reyndist sérstaklega mikilvæg á þeim kafla en hún varði þrisvar sinnum úr góðum færum frá leikmönnum Vals. Eftir þennan slæma kafla fjaraði undan leik Vals og Fram tók fram úr. Varnarleikur gestanna var gríðarlega öflugur og það kom betri taktur í sóknarleikinn. Framliðið var yfirvegað á lokakaflanum og tryggði sér þriggja marka sigur, 20-23, og farseðilinn í 8-liða úrslit bikarkeppninnar. Ragnheiður var markahæst í liði Fram með sex mörk. Guðrún Ósk var sem áður sagði frábær í markinu og Steinunn Björnsdóttir átti sömuleiðis stórleik; skoraði fimm mörk, fiskaði þrjú vítaköst og var sterk í vörninni. Hjá Val var Diana í sérflokki en hún skoraði níu mörk, eða nær helming marka liðsins. Ástrós Anna átti svo flottan leik í markinu með 20 bolta varða (47%).Alfreð: Flottur handboltaleikur tveggja góðra liða Alfreð Örn Finnsson, þjálfari Vals, átti erfitt með að setja fingur á það hvað klikkaði hjá liðinu gegn Fram í kvöld. „Það er erfitt að nefna eitt atriði. Auðveldasta útskýringin er þegar við vorum sex á móti fjórum klikkuðum við á þremur góðum færum. Það var súrt í broti eftir flottan leik fram að því,“ sagði Alfreð sem var á heildina litið sáttur með leik Vals í kvöld. „Við ætluðum okkur of mikið í byrjun og það var smá stress í liðinu. Svo stilltum við miðið aðeins og okkur leið betur inni á vellinum. Þetta var flottur handboltaleikur tveggja góðra liða,“ sagði Alfreð. „Það er kannski hægt að segja að við hikuðum aðeins í árásunum okkar í seinni hálfleik, eins og við gerðum það vel í þeim fyrri.“ Alfreð segir að Valur hafi tapað fyrir mjög sterku liði Fram í kvöld. „Fram gekk aðeins á lagið. Þær hafa verið mjög sterkar andlega í haust og unnið svona jafna leiki. Því miður fyrir okkur héldu þær því áfram og bara vel gert hjá þeim,“ sagði þjálfarinn að endingu.Stefán: Skiptir öllu að vera komin áfram Stefán Arnarsson, þjálfari Fram, var eðlilega sáttur við sigurinn á Val og sætið í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar. „Mér fannst við spila betur í fyrri hálfleik. Valur var svo sterkari fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og var tveimur fleiri í stöðunni 15-15. Þá ver Guðrún [Ósk Maríasdóttir] þrisvar sinnum frábærlega og það hjálpaði okkur. Eftir það vorum við betri aðilinn og áttum þetta skilið,“ sagði Stefán. Fram skoraði aðeins eitt mark á fyrstu tíu mínútum seinni hálfleiks og var í miklum vandræðum í sókninni. En hvað breyttist svo? „Við spiluðum aðeins sjö á móti sex, það kom meira flot á boltann og við sóttum betur á þetta. Við erum gott sóknarlið og vissum það. Það skiptir öllu að vera komin áfram,“ sagði Stefán sem hrósaði varnarleik Fram á lokakafla leiksins. „Við vorum ekki nógu ánægð með hann í fyrri hálfleik en hann var frábær síðustu 20 mínúturnar,“ sagði þjálfarinn sem er að vonum kátur með gott gengi síns liðs það sem af er tímabili. „Ég er ótrúlega ánægður með gengið. Þessi bikarleikur var mjög hættulegur en ég er mjög með að vera kominn áfram.“Alfreð Örn Finnsson.Vísir/EyþórStefán Arnarsson, þjálfari Fram.Vísir/Eyþór
Olís-deild kvenna Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Ricky Hatton látinn Sport Fleiri fréttir Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum Sjá meira