Erlent

Síðustu auglýsingar Clinton og Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Hillary Clinton og Donald Trump.
Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/Getty
Bæði Hillary Clinton og Donald Trump birtu sínar síðustu sjónvarpsauglýsingar um helgina. Báðar auglýsingarnar eru um tveggja mínútna langar og voru birtar í sjónvarpi vestanhafs í gærkvöldi.

Auglýsing Clinton heitir Tomorrow og er Clinton sjálf að tala til bandarískra kjósenda í auglýsingunni. Hún segir kosninguna ekki eingöngu vera um hver eigi að vera forseti Bandaríkjanna. Kosningin sé um hvers konar land íbúar vilji byggja fyrir börn sín og barnabörn.

Auglýsing Donald Trump heitir Donald Trump's Argument for America er byggð á ræðu sem hann flutti þann 13. október og er hún um það hvernig Trump muni stöðva „gerspillta stjórnmálaelítu“ Bandaríkjanna og gera Bandaríkin mikilfengleg á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×