Ingó hjólar í Iceland Airwaves: „Jón væntanlega ekki nógu hip og kúl fyrir skipuleggjendur“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2016 20:13 Jón segist í samtali við Vísi vera hinn rólegasti yfir þessu öllu saman. Vísir/Pjetur/Vilhelm Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Airwaves Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem Ingó Veðurguð, vandar skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves ekki kveðjurnar á Facebook síðu sinni. „Fyrir hverja er hátíðin Iceland Airwaves eiginlega þegar Jón Jónsson vinsælasti tónlistarmaður landsins fær neitun þegar hann biður um að fá að spila á hátíðinni?“ skrifar Ingó og heldur áfram. „Nú liggur það fyrir að þessi hátíð er að fá fleiri milljónir í styrki frá Reykjavíkurborg og sjóðum ríkisins með þeim rökum væntanlega að þetta sé frábær kynning á okkar tónlistarfólki.“ Hann segir einnig að ef hátíðin eigi að vera fyrir alla væri frábært að jafn vinsæll tónlistarmaður og Jón kæmi fram og fengi að flytja tónlist sína fyrir erlenda gesti. „Það þykir greinilega vera mikilvægara þegar þú vilt kynna tónlist þína á Iceland Airwaves að þekkja rétta fólkið eða vera í klíkunni en að hafa átt fjölmörg vinsælustu lög landsins síðustu 4-5 árin.“Jón hinn rólegasti Jón staðfestir í samtali við Vísi að hann hafi sótt um og að umsókn hans hafi ekki verið staðfest. Hann sé þó rólegur yfir þessu öllu saman og er í fríi í Flórída. „Nei ég var bara svo bitur yfir þessu að ég pantaði „one-way ticket“ til Flórída,“ segir Jón og slær á létta strengi. „Þetta eru allt saman réttar upplýsingar. En þó ekki þannig að ég sé í einhverju rugli bitur. Ingó fannst þetta bara svo merkilegt, ég var ekki mikið að kippa mér upp við þetta,“ segir Jón. „Ég sótti bara um núna því að vinkona mín vinnur hjá Airwaves og hún sagði mér að ég yrði að sækja um. Og ég gerði það og svo var hún bara ekki samþykkt.“ Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves gefur ekki mikið fyrir yfirlýsingar Ingós. „Daginn eftir eina bestu IA hátíð frá upphafi hef ég enga löngun að rífast útaf einhverju sem Ingó segir og heldur. Hann má hafa sína skoðun á þessu. Ekkert að því. Jón Jónsson er hins vegar toppmaður sem spilaði á IA fyrir nokkrum árum og tók ein 3 off-venue gigg í ár. Geggjuð hátíð að baki,“ segir Grímur í samtali við Vísi.Færslu Ingó má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Airwaves Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fleiri fréttir Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Sjá meira