Lífið

Uppselt á síðari tónleika Bjarkar í Eldborg

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Björk á tónleikunum í Eldborg á laugardaginn.
Björk á tónleikunum í Eldborg á laugardaginn. vísir/getty
Svo virðist sem vel heppnaðir tónleikar Bjarka Guðmundsdóttur í Eldborgarsal Hörpu á laugardaginn hafi hreyft við Íslendingum en uppselt er orðið á aukatónleikana sem fram fara á þriðjudagskvöldið.

Góður rómur var gerður að tónleikunum á laugardagskvöldið sem voru hluti af Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem lauk í gær eftir vikulanga veislu. Eitthvað var enn eftir af miðum á aukatónleika Bjarkar í síðustu viku en nú eru þeir allir seldir.

Tónleikarnir fengu fjórar stjörnur af fimm hjá blaðamanni Vísis sem sagði meðal annars í umfjöllun sinni:

„Ég hafði aldrei heyrt lögin af Vulnicura fyrr á tónleikum og eins og ég gat um í byrjun hafði ég miklar væntingar. Tónleikarnir stóðust þær svo sannarlega, þrátt fyrir að missa dampinn eilítið eftir hlé, því það er einfaldlega þannig að þegar Björk sýnir allar sínar bestu hliðar eru fáir tónlistarmenn sem eru á pari við hana í söng, sviðsframkomu og tónsmíðum.“


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.