Mikið líf hefur verið í Reykjavík síðustu daga vegna Airwaves hátíðarinnar og fjöldi viðburða í verslunum og á veitingastöðum í borginni.
Skemmtileg stemning skapaðist í nýrri verslun 66°Norður á Laugavegi þar sem sveitirnar SXSXSX og Sturla Atlas komu fram við mjög góðar undirtektir gesta sem fjölmenntu á viðburðinn.
Einnig gafst gestum kostur á að hlusta á nýtt lag sem Högni Egilsson og Marteinn sömdu nýverið sérstaklega fyrir 66°Norður.
Skemmtileg stemmning í nýrri verslun - Myndir
