Clinton verður ekki ákærð vegna tölvupóstanna nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 6. nóvember 2016 22:03 Fregnirnar eru afar góðar fyrir Clinton en aðeins tveir dagar eru til kosninga. Vísir/Getty James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
James Comey, forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, tilkynnti þinginu í dag að Hillary Clinton verði ekki ákærð í kjölfar rannsóknar á nýjum sönnunargögnum í tölvupóstamáli hennar sem komu fram í dagsljósið fyrir skemmstu. Í bréfi sem Comey ritar til þingsins segir að rannsóknarlögreglumenn alríkislögreglunnar hafi lokið rannsókn á öllum tölvupóstum sem voru á fartölvu Anthonys Weiner, sem er eiginmaður Humu Abedin, aðstoðarmanns Clinton til margra ára.Sjá einnig: Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Comey greindi frá því í síðustu viku að hann hefði gefið rannsóknarlögreglumönnum fyrirmæli um að rannsaka ný sönnunargögn vegna tölvupóstanotkun Clintons frá árum hennar í embætti utanríkisráðherra. Tímasetning ákvörðunar alríkislögreglunnar kom sér afar illa fyrir Clinton sem er á lokaspretti kosningabaráttu sinnar til forseta Bandaríkjanna. Svo virðist sem málið hafi haft talsverð áhrif á gengi Clinton en skoðanakannanir undanfarinna daga hafa sýnt að andstæðingur Clinton, Donald Trump, saxar sífellt á forskot hennar.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary ClintonÁkvörðun alríkislögreglunnar um að ákæra ekki eru því jákvæðar fréttir fyrir Clinton á síðustu metrunum en gengið verður til forsetakosninga í Bandaríkjunum á þriðjudaginn næstkomandi.Anthony Weiner ásamt Humu Abedin, aðstoðarmanni Clinton.Vísir/EPATölvupóstnotkun Clinton komst fyrst í sviðsljósið vorið 2015 þegar upp komst að hún hafði ekki notað öruggt netfang í opinberum erindagjörðum heldur eigið netfang sem var hýst á einkavefþjóni hennar. Clinton var ekki ákærð vegna málsins en það hefur engu að síður haft gríðarlega neikvæð áhrif áhrif á orðspor hennar. Donald Trump hefur tönnlast á málinu í aðdraganda kosninganna og hefur margsinnis kallað Clinton glæpamann vegna þess. Hann hefur jafnframt fullyrt að verði hann kjörinn forseti muni hann sjá til þess að mál hennar verði rannsakað að nýju og hún fangelsuð.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15 Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00 Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30 Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06 Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Innlent Fleiri fréttir Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um tölvupóstamál Hillary Clinton Tölvupóstamál Hillary Clinton hafa fylgt henni eins og skugginn alla kosningabaráttuna og hafa pólistískir andstæðingar hennar sakað hana um að hafa brotið lög. 4. nóvember 2016 11:15
Enn eitt áfallið fyrir Clinton á lokasprettinum Tölvupóstsklúður Hillary Clinton heldur áfram að valda henni tjóni, nú þegar aðeins fáeinir dagar eru til forsetakosninga í Bandaríkjunum. 4. nóvember 2016 07:00
Tölvupóstar Clinton sem FBI rannsakar komu frá Anthony Weiner Weiner, sem flæktur hefur verið í hvert kynlífshneysklið á fætur öðru, er nú til rannsóknar hjá FBI. 28. október 2016 21:30
Clinton heldur forskoti sínu samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum Frambjóðandi Demókrata mælist með fjögurra prósenta forskot. 6. nóvember 2016 18:06