Baldur telur Bjarna dreyma um samstarf við Katrínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 20:58 Bjarni Benediktsson var komin í græna peysu þegar hann fundaði með formönnum flokkanna í ráðherrabústaðnum í vikunni. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson er að gefa Vinstri grænum tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur forystumanna VG virðist spenntur fyrir því að fara í samstarf og reynir á bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum ágæti þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Baldur, sem fylgst hefur grannt með gangi mála í aðdraganda kosninga og eftir að niðurstöður lá fyrir hefur tekið saman það sem hann kallar ellefu athyglisverða þætt er varða þreyfingar um stjórnarmyndun. Í dag er vika liðin frá kosningum, Bjarni Benediktsson með stjórnarmyndunarumboð og hefur rætt við alla flokka. Hann ætlaði að nota helgina til að hugsa málið en fyrir liggur að hann ætlaði að tilkynna forseta Íslands um gang mála um helgina eða snemma í næstu viku.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á leið til fundar við Bjarna Ben í vikunni.vísir/anton brinkMeðal annarra athyglisverðra punkta sem Baldur nefnir er hve Viðreisn sé mun viljugra að leita til hægri en vinstri. Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardag hafi flokkurinn snúið sé til hægri. Vegna þessa ákafa Viðreisnar til að vinna til hægri, eins og Baldur metur stöðuna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. „Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með.“Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er sagður líta til hægri eins og hann gerir á þessari mynd.Vísir/ErnirNeitar að horfa til XB og XD Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þó endurtekið sagt að flokkurinn muni ekki fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokkunum tveimur. Síðast í dag. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman,“ sagði Bendikt í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björt framtíð og Viðreisn virðast nánir flokkar í þeim viðræðum sem standa yfir en formenn flokkanna tvímenntu á fund með Bjarna í vikunni. Benedikt útilokar að ríkisstjórn með flokkana fjóra, stjórnarflokkana fráfarandi, Viðreisn og Björt framtíð verði mynduð. „Nei, nei og ég held að þau (Björt Framtíð) hafi engan áhuga á því heldur.“ Að neðan má sjá samantekt Baldurs um stöðuna, eins og hún er að hans mati, þegar vika er frá kjördegi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur greiningu Baldurs „spot on“.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFyrirvari Baldurs:Hér er ekki talið upp það sem ljóst var fyrir kosningar eins og vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að vinna með VG og Framsóknarflokknum og það að Framsóknarflokkurinn talar bæði til hægri og vinstri.1. Hópur forystumanna VG virðist vera spenntur fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Hann reynir bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum um ágæti þess. 2. Viðreisn snéru sér umsvifalaust til hægri eftir að fyrstu tölur voru birtar. Fimm flokka ríkisstjórn til vinstri er útilokuð og talað fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 3. Björt framtíð klauf sig umsvifalaust frá Pírata/vinstriblokkinni. 4. Björt framtíð og Viðreisn mynduðu frjálslyndisbandalag. 5. Forystumenn flestra flokka virðast ekki treysta Pírötum til að sitja í ríkisstjórn eða verja minnihlutastjórn hlutleysi, til þess séu þeir of óútreiknanlegir. 6. Píratar bjóðast til að sitja utan stjórnar og styðja minnihlutstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 7. Kosninganóttin var vart liðinn þegar Pírata/vinstriblokkinn hrundi. 8. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 9. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að forsetinn sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 10. Sjálfstæðisflokkurinn virðist miklu frekar vilja vinna með Framsóknarflokknum og VG en Viðreisn og Bjartri framtíð. 11. Vegna ákafa Viðreisnar að vinna til hægri hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með. Þessir atriði fylgja í kjölfarið á 11 atriðum sem voru taldir markverðastir varðandi fylgi flokkanna í alþjóðlegum samanburði þegar vika var til kosninga. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bjarni Benediktsson er að gefa Vinstri grænum tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Hópur forystumanna VG virðist spenntur fyrir því að fara í samstarf og reynir á bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum ágæti þess. Þetta er meðal þess sem fram kemur í samantekt Baldurs Þórhallssonar stjórnmálafræðings. Baldur, sem fylgst hefur grannt með gangi mála í aðdraganda kosninga og eftir að niðurstöður lá fyrir hefur tekið saman það sem hann kallar ellefu athyglisverða þætt er varða þreyfingar um stjórnarmyndun. Í dag er vika liðin frá kosningum, Bjarni Benediktsson með stjórnarmyndunarumboð og hefur rætt við alla flokka. Hann ætlaði að nota helgina til að hugsa málið en fyrir liggur að hann ætlaði að tilkynna forseta Íslands um gang mála um helgina eða snemma í næstu viku.Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna á leið til fundar við Bjarna Ben í vikunni.vísir/anton brinkMeðal annarra athyglisverðra punkta sem Baldur nefnir er hve Viðreisn sé mun viljugra að leita til hægri en vinstri. Strax eftir að fyrstu tölur voru birtar á laugardag hafi flokkurinn snúið sé til hægri. Vegna þessa ákafa Viðreisnar til að vinna til hægri, eins og Baldur metur stöðuna, hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. „Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með.“Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, er sagður líta til hægri eins og hann gerir á þessari mynd.Vísir/ErnirNeitar að horfa til XB og XD Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, hefur þó endurtekið sagt að flokkurinn muni ekki fara í ríkisstjórn með fráfarandi stjórnarflokkunum tveimur. Síðast í dag. „Við höfum sagt mjög skýrt að við ætlum ekki að fara í stjórn með þessum tveimur flokkum saman,“ sagði Bendikt í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Björt framtíð og Viðreisn virðast nánir flokkar í þeim viðræðum sem standa yfir en formenn flokkanna tvímenntu á fund með Bjarna í vikunni. Benedikt útilokar að ríkisstjórn með flokkana fjóra, stjórnarflokkana fráfarandi, Viðreisn og Björt framtíð verði mynduð. „Nei, nei og ég held að þau (Björt Framtíð) hafi engan áhuga á því heldur.“ Að neðan má sjá samantekt Baldurs um stöðuna, eins og hún er að hans mati, þegar vika er frá kjördegi. Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur greiningu Baldurs „spot on“.Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðiprófessor.vísir/hannaFyrirvari Baldurs:Hér er ekki talið upp það sem ljóst var fyrir kosningar eins og vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að vinna með VG og Framsóknarflokknum og það að Framsóknarflokkurinn talar bæði til hægri og vinstri.1. Hópur forystumanna VG virðist vera spenntur fyrir stjórnarmyndun með Sjálfstæðisflokknum. Hann reynir bak við tjöldin að sannfæra efasemdamenn í flokknum um ágæti þess. 2. Viðreisn snéru sér umsvifalaust til hægri eftir að fyrstu tölur voru birtar. Fimm flokka ríkisstjórn til vinstri er útilokuð og talað fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. 3. Björt framtíð klauf sig umsvifalaust frá Pírata/vinstriblokkinni. 4. Björt framtíð og Viðreisn mynduðu frjálslyndisbandalag. 5. Forystumenn flestra flokka virðast ekki treysta Pírötum til að sitja í ríkisstjórn eða verja minnihlutastjórn hlutleysi, til þess séu þeir of óútreiknanlegir. 6. Píratar bjóðast til að sitja utan stjórnar og styðja minnihlutstjórn VG, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar. 7. Kosninganóttin var vart liðinn þegar Pírata/vinstriblokkinn hrundi. 8. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að formaður Sjálfstæðisflokksins sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 9. Varla er hægt að túlka þau rólegheit sem eru yfir formlegum stjórnarmyndunarviðræðum öðru vísi en að forsetinn sé að gefa VG tíma til að gera upp hug sinn varðandi samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. 10. Sjálfstæðisflokkurinn virðist miklu frekar vilja vinna með Framsóknarflokknum og VG en Viðreisn og Bjartri framtíð. 11. Vegna ákafa Viðreisnar að vinna til hægri hefur Sjálfstæðisflokkurinn flest tromp á hendi í augnablikinu. Hann notar þau til að reyna að mynda draumastjórn margra Sjálfstæðismanna – samsteypustjórn með VG – þar sem Framsóknarflokkurinn flýtur með. Þessir atriði fylgja í kjölfarið á 11 atriðum sem voru taldir markverðastir varðandi fylgi flokkanna í alþjóðlegum samanburði þegar vika var til kosninga.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira