Forsetaframbjóðendur berjast um Flórída Birgir Örn Steinarsson skrifar 5. nóvember 2016 18:52 Bandaríkjamenn kjósa sér nýjan forseta á þriðjudag. Vísir/Getty Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Hillary Clinton og Donald Trump þeytast nú á milli fylkja í þotum sínum í þeirri von að tryggja sigur í forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram á þriðjudaginn. Eins og mátti búast við snýst lokaslagurinn um þau fylki þar sem mjótt er á mununum. Skoðanakannanir sýna að Hillary Clinton er líklegri til þess að sigra en síðustu vikuna hefur fylgi Trumps aukist gífurlega. Stærsti slagurinn er um Flórída, Norður Karólínu, Ohio, Nevada, Arizona og Iowa. Í öllum þessum fylkjum hefur fylgi Donald Trumps verið vaxandi. Þannig hefur það ekki verið alla kosningabaráttuna. Talið er að fréttaflutningur um að FBI hefði hug á því að ákæra Clinton vegna upplýsinga um meint fjársvik sem eiga hafa verið í tölvupósti sem forsetaframbjóðandinn geymdi á sérstökum netþjóni á heimili sínu. Það var Fox sjónvarpsstöðin sem hélt því fram að FBI ætlaði að kæra en hefur síðan þá þurft að biðjast afsökunar á röngum fréttaflutning.Donald Trump hefur fullyrt að Hillary Clinton hafi brotið lög og sagt að sérstakur saksóknari verði fenginn til að tryggja að hún verði sett á bakvið lás og slá, verði hann kjörinn forseti.Vísir/AFPTrump þarf sigur í FlórídaBæði Clinton og Trump eru nú stödd í Flórída. Þar er mikið í húfi því fylkið er stórt. Það hefur alla tíð verið mjótt á mununum hvað fylgi stjórnmálaflokka varðar í Flórída en fylkið hefur oftar en einu sinni verið lykilfylki þegar kemur að forsetakosningum. Eins og staðan er í dag ríkir mikil óvissa með það hvor forsetaframbjóðandinn fer með sigur af hólmi í Flórída. Vefsíðan FiveThirtyEight segir Trump hafa 52.6% líkur á því að sigra en aðrar skoðanakannanir gefa vísbendingar um að Clinton muni vinna. Í síðustu kosningum sigraði Obama mótherja sinn Mitt Romney í Flórída rétt tæplega eða með 0.9% mun. Talið er að það sé nauðsynlegt fyrir Trump að sigra til þess að ná forsetakjörinu. Staða Clinton er talin ögn betri en hún gæti sigrað forsetakosninguna þótt hún sigri ekki í Flórída.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05 Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fox biðst afsökunar á frétt sinni um Clinton Fréttamaðurinn Bret Baier segir það hafa verið mistök að segja að Clinton yrði líklega ákærð í tengslum við rannsókn á góðgerðarsjóði hennar. 5. nóvember 2016 09:05
Mikil harka í baráttunni um Hvíta húsið Donald Trump heldur áfram að kalla Hillary Clinton glæpamann, en hann hefur sótt verulega á í fylgi þessa vikuna í sumum könnunum. 4. nóvember 2016 20:59