Fyrsti þáttur Víglínunnar í beinni útsendingu 5. nóvember 2016 12:00 Nú í hádeginu klukkan 12:20 hefst Víglínan, nýr þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2, í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Í þessum þáttum verður fjallað um allt það helsta sem í þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Í fyrri hluta þáttarins í dag verður farið yfir stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa yfir frá því Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboðið hjá forseta Íslands á mánudag. Fyrsti gestur þáttarins er Logi Már Einarsson sem fyrir tilviljun örlaganna varð formaður Samfylkingarinnar, minnsta þingflokksins á Alþingi. Framtíð flokksins er í óvissu og spurning hvernig nýr formaður hyggst beita sér fyrir framhaldslífi flokksins. Þrátt fyrir að vel ári í flestum kennitölum vinnumarkaðarins ólgar undir niðri og allir kjarasamningar gætu komist í uppnám upp úr áramótum. Fyrir liggur að ná samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og nú síðast skvetti kjararáð olíu á eldinn með ákvörðun um tugi prósenta launahækkun til alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands. Inni í þetta allt blandast svokallað SALEK-samkomulag sem snertir allt vinnandi fólk í landinu, en fæstir vita kannski hvað felur í sér. Til að ræða þessi mál mæta Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í Víglínuna. En þau fara fyrir tveimur fjölmennustu samtökum á vinnumarkaði. Víglínan er sem fyrr segir í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi, sem hefst klukkan 12:20. Víglínan Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Nú í hádeginu klukkan 12:20 hefst Víglínan, nýr þjóðmálaþáttur á vegum fréttastofu Stöðvar 2, í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi í umsjón Heimis Más Péturssonar fréttamanns. Í þessum þáttum verður fjallað um allt það helsta sem í þjóðmálaumræðunni hverju sinni. Í fyrri hluta þáttarins í dag verður farið yfir stjórnarmyndunarviðræðurnar sem staðið hafa yfir frá því Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk stjórnarmyndunarumboðið hjá forseta Íslands á mánudag. Fyrsti gestur þáttarins er Logi Már Einarsson sem fyrir tilviljun örlaganna varð formaður Samfylkingarinnar, minnsta þingflokksins á Alþingi. Framtíð flokksins er í óvissu og spurning hvernig nýr formaður hyggst beita sér fyrir framhaldslífi flokksins. Þrátt fyrir að vel ári í flestum kennitölum vinnumarkaðarins ólgar undir niðri og allir kjarasamningar gætu komist í uppnám upp úr áramótum. Fyrir liggur að ná samkomulagi um jöfnun lífeyrisréttinda og nú síðast skvetti kjararáð olíu á eldinn með ákvörðun um tugi prósenta launahækkun til alþingismanna, ráðherra og forseta Íslands. Inni í þetta allt blandast svokallað SALEK-samkomulag sem snertir allt vinnandi fólk í landinu, en fæstir vita kannski hvað felur í sér. Til að ræða þessi mál mæta Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, í Víglínuna. En þau fara fyrir tveimur fjölmennustu samtökum á vinnumarkaði. Víglínan er sem fyrr segir í opinni dagskrá á Stöð 2 og beinni útsendingu á Vísi, sem hefst klukkan 12:20.
Víglínan Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira