Dósent í stjórnmálafræði: Í hendi Benedikts hvort það verður mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. nóvember 2016 17:45 Dósent í stjórnmálafræði segir formann Viðreisnar í lykilstöðu í komandi stjórnarmyndunarviðræðum. vísir Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir Benedikt Jóhannesson formann Viðreisnar í sterkustu stöðunni varðandi komandi stjórnarmyndunarviðræður. Hún segir að þó að það séu vissulega breyttir tímar í pólitíkinni þá sé það enn eins og svo gjarnan áður að miðjuflokkur sé í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn. „Þó að Sjálfstæðisflokkurinn hafi hér á árum áður verið stór þá var hann ekki í þeirri stöðu að geta myndað ríkisstjórn einn heldur þurfti hann að fara með Framsókn eða Alþýðuflokknum. Alþýðuflokkurinn rann svo inn í Samfylkinguna sem í langan tíma var mótfallin því að vera í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn allt þar til að hún sá fram á að hún kæmist ekki í stjórn eftir öðrum leiðum því VG var ekki nógu stór á þeim tíma,“ segir Stefanía í samtali við Vísi.Megi gera ráð fyrir að ESB sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn Hún nefnir að Viðreisn hafi byrjað sem klofningur frá Sjálfstæðisflokknum, um eitt tiltekið málefni, það er áframhald viðræðna við ESB og vísar í loforð Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 um að farið yrði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarviðræður.Stefanía Óskarsdóttir dósent í stjórnmálafræði.vísir„Þannig að það má gera ráð fyrir því að þetta sé eitt af því sem Viðreisn setji á oddinn, það er að vita hvort að það sé eitthvað framhaldslíf í þessari ESB-umsókn, og svo eitthvað takmarkað uppboð á aflaheimildum en ég held að það sé ekki neitt sem Sjálfstæðisflokkurinn sé spenntur fyrir. Þannig að ég býst við að nú taki við einhvers konar biðleikur,“ segir Stefanía. Þá bendir hún á að Benedikt geti síðan líka snúið sér til vinstri. Ef að Píratar og Samfylkingin færu ekki inn í slíka stjórn þá yrði um einhvers konar minnihlutastjórn að ræða með stuðningi þeirra en Stefanía bendir á að með sinn þingstyrk gætu Píratar haft slíka stjórn algerlega í hendi sér og stjórnað því hvaða mál færu í gegn og hvaða mál ekki.Afskrifar ekki að Bjarni geti myndað ríkisstjórn „En Benedikt er þarna á miðjunni og það er dálítið í hans hendi hvort það verði mynduð ríkisstjórn til hægri eða vinstri.“ Stefanía afskrifar það ekki að Bjarna takist að mynda ríkisstjórn og bendir á að sterkur meirihluti sé ekki endilega ávísun á það að ríkisstjórn lifi kjörtímabilið af. Í því samhengi bendir hún á ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar sem hafði ríflegan meirihluta á þingi en hrökklaðist frá í hruninu. Hún segir að staðan muni að öllum líkindum skýrast um helgina eða rétt eftir helgi. „Þá kemur í ljós hvort að einhverjir taka boði Bjarna um að hefja viðræður og ef að það fara formlegar viðræður í gang þá gæti alveg tekið einhvern tíma að ganga frá stjórnarsáttmálanum,“ segir Stefanía.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16 Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44 Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Bjarni rætt við fleiri en einn formann í dag Segir að það liggi ekki beint við að hefja stjórnarmyndunarviðræður við Bjarta framtíð og Viðreisn. 4. nóvember 2016 16:16
Óttarr: Ekki byrjað að ræða hver ætti að leiða fjögurra flokka stjórn Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir að fundur þeirra Benedikts Jóhannessonar formanns Viðreisnar með Katrínu Jakobsdóttur formanni Vinstri grænna í vikunni hafi verið almennur þar sem þau hafi verið að reyna að horfa í möguleikana sem úrslit kosninganna bjóða upp á. 4. nóvember 2016 11:44
Bjarni hafði tvívegis samband við Benedikt í dag Bjarni hafði sagt við Vísi fyrr í dag að hann hefði rætt við fleiri en einn formann í dag, en gaf þó ekki upp hverjir þeir væru. 4. nóvember 2016 17:00