Barist á götum Mosul í fyrsta sinn Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2016 21:45 Írakskir hermenn nærri Mosul. Vísir/AFP Írakski herinn er nú kominn inn í borgina Mosul í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hermenn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad réðust í dag inn í borgina úr austri, en heimamenn hafa áhyggjur af öryggi sínu í komandi átökum. Þá hefur flóttaleið ISIS-liða verið lokað. Búist er við því að stjórnarliðar þurfi að berjast hús úr húsi í borginni þar til vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sigraðir.Yfirlit yfir baráttuna.Vísir/GraphicNewsAlmennir borgarar Mosul hafa staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Það er að halda kyrru fyrir í borginni eða flýja og takast á við óvissuna sem fylgir því að halda til í flóttamannabúðum. Þar að auki treysta íbúar ekki stjórnarliðum, og hefur íbúum oft á tíðum verið skipað að halda sig á heimilum sínum.Samkvæmt CNN taka nú um hundrað þúsund stjórnarliðar þátt í aðgerðunum í Mosul. Þar á meðal eru hermenn, vopnaðar sveitir frá Íran, vopnaðar sveitir sjíta, Kúrdar og margar aðrar fylkingar. Yfirmenn hersins segja þó að einungis írakar muni fara inn í borgina þar sem íbúar eru súnnítar að miklum meirihluta. Talið er að um fimm þúsund vígamenn verji Mosul. Abu Bakr al-Baghdadi, æðsti yfirmaður ISIS, sendi frá sér hljóðupptöku í nótt þar sem hann hvatti vígamenn sína til að berjast til hins síðasta.Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við íbúa Mosul sem hafa flúið. Þau segjast hafa fengið mismunandi skipanir um hvort þau ættu að flýja eða vera í borginni. Yfirmenn hersins sem blaðamenn ræddu við að verið væri að skipa fólki að halda kyrru fyrir svo auðveldara væri að bera kennsl á vígamenn ISIS sem hafa falið sig á meðal almennra borgara. Þá búa um milljón manns í borginni og herinn óttast að fá allt þetta fólk á flakk um svæðið. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05 Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Írakski herinn er nú kominn inn í borgina Mosul í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hermenn og aðrar sveitir hliðhollar stjórnvöldum í Bagdad réðust í dag inn í borgina úr austri, en heimamenn hafa áhyggjur af öryggi sínu í komandi átökum. Þá hefur flóttaleið ISIS-liða verið lokað. Búist er við því að stjórnarliðar þurfi að berjast hús úr húsi í borginni þar til vígamenn Íslamska ríkisins hafa verið sigraðir.Yfirlit yfir baráttuna.Vísir/GraphicNewsAlmennir borgarar Mosul hafa staðið frammi fyrir tveimur valkostum. Það er að halda kyrru fyrir í borginni eða flýja og takast á við óvissuna sem fylgir því að halda til í flóttamannabúðum. Þar að auki treysta íbúar ekki stjórnarliðum, og hefur íbúum oft á tíðum verið skipað að halda sig á heimilum sínum.Samkvæmt CNN taka nú um hundrað þúsund stjórnarliðar þátt í aðgerðunum í Mosul. Þar á meðal eru hermenn, vopnaðar sveitir frá Íran, vopnaðar sveitir sjíta, Kúrdar og margar aðrar fylkingar. Yfirmenn hersins segja þó að einungis írakar muni fara inn í borgina þar sem íbúar eru súnnítar að miklum meirihluta. Talið er að um fimm þúsund vígamenn verji Mosul. Abu Bakr al-Baghdadi, æðsti yfirmaður ISIS, sendi frá sér hljóðupptöku í nótt þar sem hann hvatti vígamenn sína til að berjast til hins síðasta.Blaðamenn AP fréttaveitunnar hafa rætt við íbúa Mosul sem hafa flúið. Þau segjast hafa fengið mismunandi skipanir um hvort þau ættu að flýja eða vera í borginni. Yfirmenn hersins sem blaðamenn ræddu við að verið væri að skipa fólki að halda kyrru fyrir svo auðveldara væri að bera kennsl á vígamenn ISIS sem hafa falið sig á meðal almennra borgara. Þá búa um milljón manns í borginni og herinn óttast að fá allt þetta fólk á flakk um svæðið.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05 Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Sjá meira
Amnesty sakar hersveitir í Írak um pyntingar Hersveitir, sem þó eru ekki hluti af írakska hernum, en leggja honum lið í sókninni gegn ISIS samtökunum í Mosul, eru grunaðar um pyntingar gegn mönnum og drengjum í nærliggjandi þorpum. 3. nóvember 2016 08:05
Baghdadi hvetur til sjálfsvígsárása Áróðursdeild ISIS sendi í morgun frá sér hljóðupptöku sem sögð er innihalda hvatningarorð frá leiðtoga samtakanna. 3. nóvember 2016 08:20