Vill hefja stjórnarmyndunarviðræður í næstu viku Höskuldur Kári Schram skrifar 3. nóvember 2016 19:12 Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni. Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Bjarni Benediktsson fundaði með forystumönnum Vinstri grænna, Pírata, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingar í Ráðherrabústaðnum í dag. Fundur Bjarna með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, stóð í tvær klukkustundir og einnig fundur hans með formönnum Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fundaði með forystumönnum Pírata í rúma klukkustund en fundur hans með Loga Einarssyni formanni Samfylkingar tók hálftíma. „Þessi dagur var ágætur til þess að spjalla við forystu allra flokka um stöðuna. Mér fannst mikið gagn af því fyrir mig upp á framhaldið. Ég er enn vongóður um að það sé hægt að mynda hér sterka ríkisstjórn en við höfum ekki hafið stjórnarmyndunarviðræður við neinn,“ sagði Bjarni Benediktsson að loknum fundarhöldum í dag. „Við höfum átt mest málefnalegar viðræður við Framsóknarflokkinn í fyrsta lagi, Viðreisn og Bjarta framtíð í öðru lagi og Vinstri græna í þriðja lagi. Auðvitað er það ljóst í viðræðum við Vinstri græna að það ber langmest í milli. En ég hef verið að velta því upp hvort að þau atriði þar sem mest ber í milli séu þau mál sem helst verði á dagskrá á næstu árum. Það er ekki endilega augljóst,“ segir Bjarni. Hann er vongóður um að hægt verði að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður í byrjun næstu viku. „Ég ætla að gera forseta Íslands grein fyrir því hver staðan er. Ég mun ræða málin við þingflokkinn. Ég verð að gefa mér einhverja daga kannski helgina aðeins til þess að hugsa. Mögulega eiga einhver samtöl. Svo eftir helgi væri þá orðið tímabært að láta reyna á það hvort menn vilja taka samtalið eitthvað lengra. Þá á enn eftir að taka málefnalega ágreininginn allan og slípa það niður og sjá hvort eitthvað gott kemur út úr því,“ segir Bjarni.
Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira