Lífið

Örtónleikar fyrir heppna í Hörpunni

Stefán Þór Hjartarson skrifar
Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison koma fram á örtónleikum fyrir nokkra útvalda tónlistaraðdáendur í sérstöku horni í Hörpu í dag og á morgun.
Glowie, Emmsjé Gauti og Mugison koma fram á örtónleikum fyrir nokkra útvalda tónlistaraðdáendur í sérstöku horni í Hörpu í dag og á morgun. Vísir/Anton Brink
Nordic Playlist er fyrsta tónlistarvefsíðan sem fókuserar á að segja frá norrænum tónlistarmönnum og útgáfum þeirra. Á Iceland Airwaves í ár munu nokkrir frábærir listamenn halda einkatónleika fyrir fimmtán manns sem geta boðið einum vini svo að hámarksfjöldi á tónleikum er um þrjátíu manns. Það verða nokkrir heppnir dregnir út og fá að sjá sitt uppáhald á lokuðum einkatónleikum,“ segir Ósk Gunnarsdóttir fjölmiðlakona, sem sér um kynningarmál fyrir tónleikana.

Tónleikarnir verða haldnir bæði í dag og á morgun, í dag kemur söngkonan Glowie fram á milli eitt og tvö og við henni tekur svo Mugison og spilar til þrjú. Rapparinn Emmsjé Gauti tekur síðan lagið á milli tvö og þrjú á föstudeginum. Það er ekki nauðsynlegt að eiga armband á hátíðina til að komast á tónleikana en hver sem skráir sig til leiks á möguleika.

Nordic Playlist hefur það að markmiði að kynna fólki um allan heim tónlist frá Norðurlöndunum. Hvað er betra en að kynnast nokkrum af bestu tónlistarmönnum landsins á litlum persónulegum tónleikum? Glowie, Gauti og Mugi­son eru öll þekkt fyrir frábæra sviðsframkomu og ættu því leikandi að geta heillað fólk með sér á þessum tónleikum í The Nordic Playlist Lounge í Hörpunni.

Til að eiga möguleika þarf að skrá sig á vefsíðu Nordic Playlist hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.