Nærast bæði á óvinsældum hins Guðsteinn Bjarnason skrifar 3. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/AFP Kosningabarátta þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump hefur verið ein sú óvenjulegasta í sögu Bandaríkjanna. Eitt það furðulegasta er að málefnin komast varla að. Áherslan er öll á framkomu Trumps og hinar stórkarlalegu yfirlýsingar hans, ýmist um eigið ágæti, vankanta mótherjans, og svo á misjafnlega máttlitlar tilraunir Clinton til að beina athygli kjósenda frá allri þeirri neikvæðu umfjöllun sem hellst hefur yfir hana og ekkert lát virðist á. Clinton hefur oftast haft vinninginn í skoðanakönnunum, þótt stundum hafi dregið verulega saman á milli þeirra. Nú á lokasprettinum er munurinn aftur að minnka og er kominn undir tvö prósent. Bæði hafa þau reyndar verið harla óvinsæl meðal almennings allan tímann meðan kosningabaráttan hefur staðið yfir. Þótt Trump eigi sína hörðu stuðningsmenn og Clinton sömuleiðis, þá mælast vinsældir þeirra beggja minni en allra frambjóðenda flokkanna tveggja síðan 1992, að minnsta kosti. Einungis rúmlega þriðjungur aðspurðra segist mjög eða nokkuð ánægður með Clinton, eða 36 prósent, og litlu færri, eða 35 prósent, segjast ánægð með Trump, samkvæmt könnun fyrirtækisins Pew Research Center, sem sérhæfir sig í gerð skoðanakannana og lýðfræðirannsókna. Þá kemur einnig fram hjá Pew að óvenju hátt hlutfall þeirra, sem ætla að kjósa Trump eða Clinton, segjast gera það einkum til þess að koma í veg fyrir að hinn frambjóðandinn komist til valda. Þannig segist 51 prósent þeirra, sem ætla að kjósa Trump, einkum gera það til að koma í veg fyrir að Clinton verði forseti. Og að sama skapi segist 41 prósent þeirra, sem ætla að kjósa Clinton, einkum gera það til að koma í veg fyrir að Trump verði forseti. Einungis 45 prósent þeirra sem ætla að kjósa Trump segjast gera það vegna þess að þeir vilji að hann verði forseti, en 57 prósent þeirra sem ætla að kjósa Hillary segjast gera það vegna þess að þeir vilji að hún verði forseti. Clinton er sögð spillt.Vísir/GettyBrotalamir ClintonEinhver hluti bandarískra kjósenda virðist hafa bitið það í sig að Hillary Clinton sé svo gjörspillt að hún eigi hvergi annars staðar heima en í fangelsi. Ekki fyrir nokkra muni megi hún verða forseti Bandaríkjanna.TölvupóstarnirMeðan Hillary Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama notaði hún persónulegan vefþjón sinn til tölvupóstssamskipta, jafnvel þegar um trúnaðarmál var að ræða. Bandaríska alríkislögreglan komst um síðir að þeirri niðurstöðu að með þessu hefði hún sýnt af sér gríðarlegt kæruleysi en taldi ekki ástæðu til að lögsækja hana fyrir stórfellt gáleysi, sem varðar við lög.Wall Street Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa of náin tengsl við auðkýfinga og stórfyrirtæki, sem hafa dælt peningum í kosningasjóði hennar. Meðan Bernie Sanders keppti við hana um útnefningu Demóktrata, sagði hann þetta einn helsta ljóð á ráði hennar og Trump hefur hamrað á þessu hvenær sem færi gefst.Bill Fortíð hennar sem eiginkona Bills Clinton hefur stundum orðið henni til trafala, ekki síst þegar ásakanir um framhjáhald og kynferðisbrot hans eru rifjaðar upp. Alvarlegustu ásakanirnar snúast um að hún hafi beinlínis hótað eða gert lítið úr þeim konum sem hafa sakað Bill Clinton um að hafa brotið gegn sér.Utanríkismálin Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir ýmis mistök í utanríkismálum, ýmist fyrir að vera of herská eða fyrir gáleysi sem átti að hafa kostað bandarískan sendiherra og starfsfólk hans lífið í Líbíu. Trump og félagar segja henni engan veginn treystandi en aðrir óttast að hún sendi bandaríska herinn fyrirhyggjulítið út í stríð.Trump hefur verið sagður fordómafullur.Vísir/GettyBrotalamir Trumps Þrátt fyrir töluverðar vinsældir Donalds Trump telja margir, jafnt innan sem utan Bandaríkjanna, að hann yrði gjörsamlega óhæfur forseti vegna ruddaskapar, reynslu- og þekkingarleysis.Kvenfyrirlitning Ítrekað hefur Trump viðhaft ummæli um konur sem vakið hafa reiði og hneykslun kvenna jafnt sem karla víða um heim. Hann hefur gert lítið úr konum, sagt þær feitar og subbur, kallað þær svín og hunda. Hann hefur stært sig af því að geta komist upp með að áreita konur kynferðislega. Áður en hann bauð sig fram viðurkenndi hann meira að segja að framkoma hans gagnvart konum myndi gera honum erfitt fyrir færi hann í framboð.Aðrir fordómar Trump hefur ítrekað gert lítið úr ýmsum minnihlutahópum og verið með hótanir í garð þeirra. Þar hafa múslimar orðið einna verst úti. Hann hefur hótað því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna, sagt að þeim sé ekki treystandi. Þá hefur hann hótað því að reka 11 milljónir innflytjenda úr landi og reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó til að halda íbúum Suður-Ameríku sunnan landamæranna. Hann hefur hermt eftir fötluðum og móðgað stríðshetjur, svo fátt eitt sé nefnt.Skattarnir Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að birta ekki skattupplýsingar sínar eins og aðrir frambjóðendur hafa jafnan gert. Nýlega stærði hann sig af því að hafa komið sér undan því að greiða skatta með því að fá stórfellt tap dregið frá, eins og tíðkast. Nú síðast fullyrða bandarískir fjölmiðlar að þetta hafi hann gert með svikum, því tapið sem átti að vera frádráttarbært hafi í raun ekki verið stórt tap, því að baki tapinu voru lán sem hann fékk niðurfelld.Rússar Andstæðingar Trumps hamra mjög á gagnkvæmu skjalli hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Bæði hrifning Trumps af Pútín og meint hrifning Pútíns af Trump geri það að verkum að Trump sé vart treystandi til að fara með bandarísk utanríkismálefni. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton kallaði Trump hrekkjusvín en hann segir hana spillta Spennan magnast enda bara tæp vika í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2016 08:12 Trump „myndi elska“ að slást við Biden Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagðist nýverið vilja fara með Trump á „bakvið íþróttahús“. 26. október 2016 14:10 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur enduropnað rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 29. október 2016 09:05 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Kosningabarátta þeirra Hillary Clinton og Donalds Trump hefur verið ein sú óvenjulegasta í sögu Bandaríkjanna. Eitt það furðulegasta er að málefnin komast varla að. Áherslan er öll á framkomu Trumps og hinar stórkarlalegu yfirlýsingar hans, ýmist um eigið ágæti, vankanta mótherjans, og svo á misjafnlega máttlitlar tilraunir Clinton til að beina athygli kjósenda frá allri þeirri neikvæðu umfjöllun sem hellst hefur yfir hana og ekkert lát virðist á. Clinton hefur oftast haft vinninginn í skoðanakönnunum, þótt stundum hafi dregið verulega saman á milli þeirra. Nú á lokasprettinum er munurinn aftur að minnka og er kominn undir tvö prósent. Bæði hafa þau reyndar verið harla óvinsæl meðal almennings allan tímann meðan kosningabaráttan hefur staðið yfir. Þótt Trump eigi sína hörðu stuðningsmenn og Clinton sömuleiðis, þá mælast vinsældir þeirra beggja minni en allra frambjóðenda flokkanna tveggja síðan 1992, að minnsta kosti. Einungis rúmlega þriðjungur aðspurðra segist mjög eða nokkuð ánægður með Clinton, eða 36 prósent, og litlu færri, eða 35 prósent, segjast ánægð með Trump, samkvæmt könnun fyrirtækisins Pew Research Center, sem sérhæfir sig í gerð skoðanakannana og lýðfræðirannsókna. Þá kemur einnig fram hjá Pew að óvenju hátt hlutfall þeirra, sem ætla að kjósa Trump eða Clinton, segjast gera það einkum til þess að koma í veg fyrir að hinn frambjóðandinn komist til valda. Þannig segist 51 prósent þeirra, sem ætla að kjósa Trump, einkum gera það til að koma í veg fyrir að Clinton verði forseti. Og að sama skapi segist 41 prósent þeirra, sem ætla að kjósa Clinton, einkum gera það til að koma í veg fyrir að Trump verði forseti. Einungis 45 prósent þeirra sem ætla að kjósa Trump segjast gera það vegna þess að þeir vilji að hann verði forseti, en 57 prósent þeirra sem ætla að kjósa Hillary segjast gera það vegna þess að þeir vilji að hún verði forseti. Clinton er sögð spillt.Vísir/GettyBrotalamir ClintonEinhver hluti bandarískra kjósenda virðist hafa bitið það í sig að Hillary Clinton sé svo gjörspillt að hún eigi hvergi annars staðar heima en í fangelsi. Ekki fyrir nokkra muni megi hún verða forseti Bandaríkjanna.TölvupóstarnirMeðan Hillary Clinton var utanríkisráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama notaði hún persónulegan vefþjón sinn til tölvupóstssamskipta, jafnvel þegar um trúnaðarmál var að ræða. Bandaríska alríkislögreglan komst um síðir að þeirri niðurstöðu að með þessu hefði hún sýnt af sér gríðarlegt kæruleysi en taldi ekki ástæðu til að lögsækja hana fyrir stórfellt gáleysi, sem varðar við lög.Wall Street Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir að hafa of náin tengsl við auðkýfinga og stórfyrirtæki, sem hafa dælt peningum í kosningasjóði hennar. Meðan Bernie Sanders keppti við hana um útnefningu Demóktrata, sagði hann þetta einn helsta ljóð á ráði hennar og Trump hefur hamrað á þessu hvenær sem færi gefst.Bill Fortíð hennar sem eiginkona Bills Clinton hefur stundum orðið henni til trafala, ekki síst þegar ásakanir um framhjáhald og kynferðisbrot hans eru rifjaðar upp. Alvarlegustu ásakanirnar snúast um að hún hafi beinlínis hótað eða gert lítið úr þeim konum sem hafa sakað Bill Clinton um að hafa brotið gegn sér.Utanríkismálin Clinton hefur verið gagnrýnd fyrir ýmis mistök í utanríkismálum, ýmist fyrir að vera of herská eða fyrir gáleysi sem átti að hafa kostað bandarískan sendiherra og starfsfólk hans lífið í Líbíu. Trump og félagar segja henni engan veginn treystandi en aðrir óttast að hún sendi bandaríska herinn fyrirhyggjulítið út í stríð.Trump hefur verið sagður fordómafullur.Vísir/GettyBrotalamir Trumps Þrátt fyrir töluverðar vinsældir Donalds Trump telja margir, jafnt innan sem utan Bandaríkjanna, að hann yrði gjörsamlega óhæfur forseti vegna ruddaskapar, reynslu- og þekkingarleysis.Kvenfyrirlitning Ítrekað hefur Trump viðhaft ummæli um konur sem vakið hafa reiði og hneykslun kvenna jafnt sem karla víða um heim. Hann hefur gert lítið úr konum, sagt þær feitar og subbur, kallað þær svín og hunda. Hann hefur stært sig af því að geta komist upp með að áreita konur kynferðislega. Áður en hann bauð sig fram viðurkenndi hann meira að segja að framkoma hans gagnvart konum myndi gera honum erfitt fyrir færi hann í framboð.Aðrir fordómar Trump hefur ítrekað gert lítið úr ýmsum minnihlutahópum og verið með hótanir í garð þeirra. Þar hafa múslimar orðið einna verst úti. Hann hefur hótað því að banna múslimum að koma til Bandaríkjanna, sagt að þeim sé ekki treystandi. Þá hefur hann hótað því að reka 11 milljónir innflytjenda úr landi og reisa múr á milli Bandaríkjanna og Mexíkó til að halda íbúum Suður-Ameríku sunnan landamæranna. Hann hefur hermt eftir fötluðum og móðgað stríðshetjur, svo fátt eitt sé nefnt.Skattarnir Trump hefur verið gagnrýndur fyrir að birta ekki skattupplýsingar sínar eins og aðrir frambjóðendur hafa jafnan gert. Nýlega stærði hann sig af því að hafa komið sér undan því að greiða skatta með því að fá stórfellt tap dregið frá, eins og tíðkast. Nú síðast fullyrða bandarískir fjölmiðlar að þetta hafi hann gert með svikum, því tapið sem átti að vera frádráttarbært hafi í raun ekki verið stórt tap, því að baki tapinu voru lán sem hann fékk niðurfelld.Rússar Andstæðingar Trumps hamra mjög á gagnkvæmu skjalli hans og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta. Bæði hrifning Trumps af Pútín og meint hrifning Pútíns af Trump geri það að verkum að Trump sé vart treystandi til að fara með bandarísk utanríkismálefni.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Clinton kallaði Trump hrekkjusvín en hann segir hana spillta Spennan magnast enda bara tæp vika í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2016 08:12 Trump „myndi elska“ að slást við Biden Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagðist nýverið vilja fara með Trump á „bakvið íþróttahús“. 26. október 2016 14:10 FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30 Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur enduropnað rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 29. október 2016 09:05 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Sjá meira
Clinton kallaði Trump hrekkjusvín en hann segir hana spillta Spennan magnast enda bara tæp vika í forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 2. nóvember 2016 08:12
Trump „myndi elska“ að slást við Biden Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sagðist nýverið vilja fara með Trump á „bakvið íþróttahús“. 26. október 2016 14:10
FBI rannsakar Clinton á nýjan leik Bandaríska alríkislögreglan FBI mun hefja á ný rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 28. október 2016 18:30
Telur að nýjar upplýsingar muni ekki breyta niðurstöðunni Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur enduropnað rannsókn sína á tölvupóstum Hillary Clinton. 29. október 2016 09:05