Erlent

Könnun ABC og Washington Post: Trump mælist með meira fylgi en Clinton

Atli ísleifsson skrifar
Hillary Clinton og Donald Trump.
Hillary Clinton og Donald Trump. Vísir/AFP
Bandaríski forsetaframbjóðandinn Donald Trump mælist nú með meira fylgi en andstæðingur hans, Hillary Clinton, samkvæmt nýrri skoðanakönnun ABC og Washington Post.

46 prósent líklegra kjósenda segjast ætla að kjósa Trump en 45 prósent Clinton. Þrjú prósent aðspurðra segjast ætla að kjósa frjálshyggumanninn Gary Johnson og tvö prósent Jill Stein.

Clinton mældist fyrir viku með tólf prósent meira fylgi í sömu könnun.

Líklegt má telja að ákvörðun alríkislögreglunnar um að hefja rannsókn á tölvupóstum úr tölvu þingmannsins Anthonys Weiner hafi haft áhrifið á fylgið, en Weiner sætir nú rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn fimmtán ára stúlku. Í tölvu Weiner meðal annars að finna tölvupósta frá Clinton, sem áður hefur sætt rannsókn vegna tölvupóstsamskipta sinna.

James Comey, yfirmaður alríkislögreglunnar sagðist telja hugsanlegt að tölvupóstsamskipti Clinton við Weiner gætu reynst mikilvæg fyrir hina rannsóknina á tölvupóstum Clinton sem mikið hefur verið fjallað um.


Tengdar fréttir

Trump færist nær Clinton

Óljós yfirlýsing um nýja lögreglurannsókn á tölvupóstum Clinton hefur gagnast Trump á lokametrum kosningabaráttunnar. Yfirmaður FBI sakaður um lögbrot. Talið að Clinton muni beita sér af meiri hörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×