Pólskt súpermódel og tveir Sauðkrækingar Stefán Þór Hjartarson skrifar 1. nóvember 2016 10:00 Arnar Freyr Frostason var bara slakur á ættarmóti þegar hann fékk fréttirnar um að Vice og frægt pólskt módel vildu gera myndband með Úlfur Úlfur. Vísir/Anton Brink Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð. Airwaves Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Það er merkilega saga bak við þetta myndband, ekki satt? „Ég fæ símtal í sumar þar sem ég ligg á túni, laufléttur á ættarmóti, frá Evu Sigurðardóttur. Þá er hún að pródúsera seríu sem Vice er að skjóta um ævintýri Moniku á Íslandi og segir mér frá áhuga hópsins á að gera tónlistarmyndband. Hún segir mér í raun ekki meira en að Monika sé pólskt módel, stjarna í heimalandi sínu, og að hún sé reiðubúin að vera í myndbandi með okkur ef við erum til. Vice skaffar mannskap og græjur – við þurfum bara að finna leikstjóra. Auðvitað sögðum við já. Þegar svona ruglaðir hlutir lenda í höndunum á manni þá heldur maður fast.“Ég heyrði að leikstjórinn hefði ekki fengið langan tíma, hvernig gekk þetta og af hverju var tíminn svona naumur? „Greyið Freyr. Hann er að svæfa strákinn sinn þegar ég hringi í hann, segi honum frá stöðunni og spyr hvort hann sé til í að leikstýra þessu. Hann segir já. Ég bæti við að tökur verði að hefjast strax á morgun. Hann gefur sér ekki einu sinni tíma í að hugsa sig tvisvar um, jáar bara og segist þurfa að svæfa strákinn sinn. 12 tímum síðar erum við búnir að hertaka Skáksamband Íslands, velta öllu um koll þar og reka krakka úr salnum. Hugmyndin var einföld, bara að tefla og impróvísera. Þetta gekk hratt fyrir sig enda Vice með stórt krú með sér, þrjár kamerur og 15 manns. Algjört bíó!“Monika á sýningarpallinum fyrir Victoria's Secret.Vísir/GettyHvernig var svo að vinna með henni Moniku? „Monika var kúl. Tökukrúið hennar taldi henni trú um að hún væri að fara á fund með Guðna forseta svo hún var í því hugarástandi þegar hún gekk inn á settið. Hún dýrkaði hugmyndina og var fljót að komast í karakter. Okkur fannst spennandi að gera „órappað“ myndband með söguþræði. Það er hægt að lesa í söguna að vild, sjá metafórur úti um allt og spá í þessu þótt þeim hafi sennilega ekki verið plantað viljandi. Þú veist, hver er hún? Guð? Satan? Lífið? Bara einhver stelpa og alls ekki neitt meira en það? Það er hvers og eins að túlka eða sleppa því alfarið.“Er það svo ekki bara Airwaves fram undan? Hvernig er stemmingin fyrir hátíðinni í ár? „Þetta verður skemmtileg Airwaves-hátíð hjá okkur. Langt síðan ég hef verið svona peppaður. Við erum að spila oft, 8 eða 9 sinnum í allt, og með mikið af nýju efni sem okkur finnst ógeðslega gott. Sándið okkar er í frussandi þróun og ég hef aldrei verið jafn sáttur við það og í dag,“ segir Arnar kokhraustur að lokum en þeir félagar í Úlfur Úlfur eru ekki beint að spila á sinni fyrstu hátíð, en þeir hafa verið fastagestir á Airwaves síðan hljómsveitin var stofnuð.
Airwaves Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira