Erlent

Donald Trump krefur „mjög dónalega“ leikara Hamilton um afsökunarbeiðni

Anton Egilsson skrifar
Donald Trump var ekki par sáttur með uppákomu leikhóps söngleiksins Hamilton.
Donald Trump var ekki par sáttur með uppákomu leikhóps söngleiksins Hamilton. Vísir/GETTY
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur kallað eftir afsökunarbeiðni frá leikahópi söngleiksins Hamilton sem sýndur er á Broadway í New York.  Ástæða þessarar kröfu Trump er sú að einn aðalleikara sýningarinnar las Mike Pence, varaforseta Trump, pistilinn að sýningu lokinni í gær en hann var þar á meðal gesta. Þykir honum framkoma leikhópsins í garð Pence hafa verið mjög dónaleg.  

 

Fréttaveitan Guardian fjallar um atvikið umrædda en það átti sér stað eftir lok sýningarinnar er einn af aðalleikurum sýningunnar ávarpaði Pence. Bað hann Pence, sem þá var að ganga út af sýningunni, um að staldra aðeins við því að hann hefði mikilvæg skilaboð að færa honum.

„Við erum fjölbreyttur hópur Bandaríkjamanna sem er óttasleginn um að hin nýja ríkisstjórn muni ekki standa vörð um okkur, plánetuna okkar, börnin okkar og foreldra. Við vonum að þessi sýning hafi hvatt þig til að halda uppi gildum þjóðarinnar og að þú munir starfa fyrir okkur öll.“

Sjá einnig: Utangarðsmaðurinn sem varð móðins.

Pence fékk þá misgóðar móttökur frá leikhúsgestum er hann gekk til sætis síns í gærkvöldi en í meðfylgjandi myndskeiði má sjá að einhverjir tóku nærveru hans ekki með neinum sérstökum fögnuði og púuðu á hann. Þá á að hafa þurft að stöðva sýninguna nokkrum sinnum vegna bauls frá áhorfendaskaranum sem beindist í átt að Pence.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×