Hvíldarinnlögnin Snærós Sindradóttir skrifar 19. nóvember 2016 07:00 Það er svo mikilvægt að leggja sig. Við Íslendingar gerum svo tilfinnanlega lítið af því að þegar ég gúgglaði þennan uppáhalds frasa minn sýndu fyrstu leitarniðurstöðurnar fimm leiðir til að létta sig. Þar á eftir komu ótrúlega margar greinar um að leggja sig fram eða leggja eitthvað ægilegt á sig. Þrauka. En þessi grein er ekki um að leggja sig fram, böðlast áfram sama hvað tautar eða raular, gefast aldrei upp fyrir neinu eða láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þessi grein er um að leggja sig. Þetta dásamlega augnablik þegar börnin eru orðin nógu stór til að horfa sjálf á barnatímann án þess að maður sitji sjálfur glaseygður og úfinn við sjónvarpstækið á sunnudagsmorgni. Þegar maður gefur skít í vinnuna og finnur að nóg sé komið í bili. Þegar maður ákveður að það þurfi hvorki að bjóða í kaffi né fara í kaffi til stórfjölskyldunnar í frítímanum. Þegar maður skrópar í ræktinni. Samviskubitslaus hvíldarinnlögn í svefnherbergið eða sófann. Það er svo mikilvægt að leggja sig því annars tekur maður alla slagina. Trompast á netinu yfir sakleysislegum mismælum þingmanna eða klaufalegu orðalagi í frétt hjá einhverjum blaðamanni. Sendir Velvakandabréf í Moggann af því einhver svínaði í hringtorginu eða skrifar lærða grein á netið um að allir séu fávitar, nema maður sjálfur. Ef maður ekki leggur sig verða öll smámálin samdauna stóru málunum. Þegar ég verð vitni að slíku upphlaupi og þegar menn fara offari af litlu tilefni. Þegar fólk boltar sig og benslar fast á háan hest vandlætingarinnar. Þá hugsa ég af fyllsta kærleik til þeirra: Æ, góði besti leggðu þig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snærós Sindradóttir Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun
Það er svo mikilvægt að leggja sig. Við Íslendingar gerum svo tilfinnanlega lítið af því að þegar ég gúgglaði þennan uppáhalds frasa minn sýndu fyrstu leitarniðurstöðurnar fimm leiðir til að létta sig. Þar á eftir komu ótrúlega margar greinar um að leggja sig fram eða leggja eitthvað ægilegt á sig. Þrauka. En þessi grein er ekki um að leggja sig fram, böðlast áfram sama hvað tautar eða raular, gefast aldrei upp fyrir neinu eða láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana. Þessi grein er um að leggja sig. Þetta dásamlega augnablik þegar börnin eru orðin nógu stór til að horfa sjálf á barnatímann án þess að maður sitji sjálfur glaseygður og úfinn við sjónvarpstækið á sunnudagsmorgni. Þegar maður gefur skít í vinnuna og finnur að nóg sé komið í bili. Þegar maður ákveður að það þurfi hvorki að bjóða í kaffi né fara í kaffi til stórfjölskyldunnar í frítímanum. Þegar maður skrópar í ræktinni. Samviskubitslaus hvíldarinnlögn í svefnherbergið eða sófann. Það er svo mikilvægt að leggja sig því annars tekur maður alla slagina. Trompast á netinu yfir sakleysislegum mismælum þingmanna eða klaufalegu orðalagi í frétt hjá einhverjum blaðamanni. Sendir Velvakandabréf í Moggann af því einhver svínaði í hringtorginu eða skrifar lærða grein á netið um að allir séu fávitar, nema maður sjálfur. Ef maður ekki leggur sig verða öll smámálin samdauna stóru málunum. Þegar ég verð vitni að slíku upphlaupi og þegar menn fara offari af litlu tilefni. Þegar fólk boltar sig og benslar fast á háan hest vandlætingarinnar. Þá hugsa ég af fyllsta kærleik til þeirra: Æ, góði besti leggðu þig.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun