Dauðleikinn, eilífðin og allt þar um kring Friðrika Benónýsdóttir skrifar 19. nóvember 2016 10:30 Bækur Ég er sofandi hurð Þriðji hluti þríleiksins Codex 1962 Sjón JPV-útgáfa Hönnun kápu og myndskreytinga: Alexandra Buhl Það er vinsæll samkvæmisleikur að rifja upp hvar maður var staddur þegar einhver stórtíðindi gerðust í heiminum: Hvar varst þú þegar Kennedy var myrtur? Hvar varst þú þegar Lennon var skotinn? Hvar varst þú 9. september 2001? o.s.frv. Ég man ekki gjörla hvar ég var þegar þessir stóratburðir gerðust en ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég lauk lestri á Augu þín sáu mig eftir Sjón í aðdraganda jóla 1994. Heimarnir sem opnuðust við lestur þeirrar bókar voru magnaðri en flest sem maður hafði áður upplifað og maður fylltist einhvers konar lotningarfullri forundran; geta bækur virkilega verið svona? Framhaldið, Með titrandi tár, sem kom út árið 2001, hafði ekki jafn sterk áhrif á mig, en var engu að síður lestrarupplifun sem ögraði viðteknum hugsunarhætti bókabéusins og maður beið spenntur eftir framhaldinu. Sú bið varð ansi löng, heil fimmtán ár, en nú er það loksins komið lokabindið í þríleiknum sem hlotið hefur nafnið CoDex 1962, Ég er sofandi hurð. Loksins, loksins! Miðað við óhóflegar væntingarnar til lokabindis þríleiksins óttast maður hálft í hvoru að verða fyrir vonbrigðum, sitja uppi með tilfinninguna; ‚er þetta þá allt og sumt?‘ að lestri loknum, en sú er ekki raunin. Í Ég er sofandi hurð spinnur Sjón áfram lífssögu sögumanns hinna bókanna tveggja, Jósefs Löwe, setur hann í samhengi við tíð og tíma og upplýsir að hann sé reyndar fæddur á sama andartaki og skáldið sjálft. Leirdrengurinn, sem öðlaðist lífsneistann í lok Með titrandi tár, er hér orðinn roskinn og ráðsettur maður um fimmtugt, fulltrúi árgangsins 1962 sem raunar má segja að sé í aðalhlutverki í sögunni. Tíunduð eru fæðingar- og dánarár allra sem látist hafa af þeim árgangi og dauðleikinn svífur yfir vötnum um leið og eilífðin er allt um lykjandi. Það lýkur aldrei neinu; allt sem gerist á sér framhaldslíf í hugum þeirra sem um það lesa og saga Vestur-Evrópubúa frá seinni heimsstyrjöld til dagsins í dag er aðeins stutt stef í sögu aldanna. Það er ekki laust við að manni finnist undirtónninn í Ég er sofandi hurð dekkri en í hinum bókunum tveim; hvert stefnum við með inngripi okkar í náttúrulega þróun?, en sagan er engu að síður leiftrandi skemmtileg og fyndin á köflum, dramatísk og sorgleg, léttleikandi og þung, fléttuð af þeirri list sem við þekkjum úr öðrum bókum Sjóns. Hér er allt undir; raunverulegir atburðir, blaðaviðtöl við raunverulegar persónur, sagnfræði, ævintýri, goðsögur, fantasía og ískaldur veruleiki nútímafólks. Úr öllu þessu ásamt eigin óþrjótandi hugmyndaflugi skapar Sjón glæsilegan og viðeigandi endi á sögu leirdrengsins, sem kannski er bara ósköp venjulegur drengur af holdi og blóði eftir allt saman, en þótt sögu hans ljúki heldur sagan áfram út í eilífðina; framtíðin er ekki eins svört og við höldum – og þó. Ég ætla ekki að ljóstra neinu upp um endi sögunnar, þið skuluð lesa hana sjálf og skapa ykkar eigin endi, halda áfram að spinna þennan glæsilega þráð, njóta þess að gleyma ykkur í sagnaheimi skáldsins og lífsins.Niðurstaða: Glæsilegur endir þríleiksins sem hófst með Augu þín sáu mig. Margradda og yfirgripsmikil saga sem ber öll aðalsmerki höfundar síns. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember. Bókmenntir Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bækur Ég er sofandi hurð Þriðji hluti þríleiksins Codex 1962 Sjón JPV-útgáfa Hönnun kápu og myndskreytinga: Alexandra Buhl Það er vinsæll samkvæmisleikur að rifja upp hvar maður var staddur þegar einhver stórtíðindi gerðust í heiminum: Hvar varst þú þegar Kennedy var myrtur? Hvar varst þú þegar Lennon var skotinn? Hvar varst þú 9. september 2001? o.s.frv. Ég man ekki gjörla hvar ég var þegar þessir stóratburðir gerðust en ég man nákvæmlega hvar ég var þegar ég lauk lestri á Augu þín sáu mig eftir Sjón í aðdraganda jóla 1994. Heimarnir sem opnuðust við lestur þeirrar bókar voru magnaðri en flest sem maður hafði áður upplifað og maður fylltist einhvers konar lotningarfullri forundran; geta bækur virkilega verið svona? Framhaldið, Með titrandi tár, sem kom út árið 2001, hafði ekki jafn sterk áhrif á mig, en var engu að síður lestrarupplifun sem ögraði viðteknum hugsunarhætti bókabéusins og maður beið spenntur eftir framhaldinu. Sú bið varð ansi löng, heil fimmtán ár, en nú er það loksins komið lokabindið í þríleiknum sem hlotið hefur nafnið CoDex 1962, Ég er sofandi hurð. Loksins, loksins! Miðað við óhóflegar væntingarnar til lokabindis þríleiksins óttast maður hálft í hvoru að verða fyrir vonbrigðum, sitja uppi með tilfinninguna; ‚er þetta þá allt og sumt?‘ að lestri loknum, en sú er ekki raunin. Í Ég er sofandi hurð spinnur Sjón áfram lífssögu sögumanns hinna bókanna tveggja, Jósefs Löwe, setur hann í samhengi við tíð og tíma og upplýsir að hann sé reyndar fæddur á sama andartaki og skáldið sjálft. Leirdrengurinn, sem öðlaðist lífsneistann í lok Með titrandi tár, er hér orðinn roskinn og ráðsettur maður um fimmtugt, fulltrúi árgangsins 1962 sem raunar má segja að sé í aðalhlutverki í sögunni. Tíunduð eru fæðingar- og dánarár allra sem látist hafa af þeim árgangi og dauðleikinn svífur yfir vötnum um leið og eilífðin er allt um lykjandi. Það lýkur aldrei neinu; allt sem gerist á sér framhaldslíf í hugum þeirra sem um það lesa og saga Vestur-Evrópubúa frá seinni heimsstyrjöld til dagsins í dag er aðeins stutt stef í sögu aldanna. Það er ekki laust við að manni finnist undirtónninn í Ég er sofandi hurð dekkri en í hinum bókunum tveim; hvert stefnum við með inngripi okkar í náttúrulega þróun?, en sagan er engu að síður leiftrandi skemmtileg og fyndin á köflum, dramatísk og sorgleg, léttleikandi og þung, fléttuð af þeirri list sem við þekkjum úr öðrum bókum Sjóns. Hér er allt undir; raunverulegir atburðir, blaðaviðtöl við raunverulegar persónur, sagnfræði, ævintýri, goðsögur, fantasía og ískaldur veruleiki nútímafólks. Úr öllu þessu ásamt eigin óþrjótandi hugmyndaflugi skapar Sjón glæsilegan og viðeigandi endi á sögu leirdrengsins, sem kannski er bara ósköp venjulegur drengur af holdi og blóði eftir allt saman, en þótt sögu hans ljúki heldur sagan áfram út í eilífðina; framtíðin er ekki eins svört og við höldum – og þó. Ég ætla ekki að ljóstra neinu upp um endi sögunnar, þið skuluð lesa hana sjálf og skapa ykkar eigin endi, halda áfram að spinna þennan glæsilega þráð, njóta þess að gleyma ykkur í sagnaheimi skáldsins og lífsins.Niðurstaða: Glæsilegur endir þríleiksins sem hófst með Augu þín sáu mig. Margradda og yfirgripsmikil saga sem ber öll aðalsmerki höfundar síns. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. nóvember.
Bókmenntir Menning Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Tónlist Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Gervais minnist hundsins úr After Life Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira