Lífið

Sjáðu flutning allra í Jólastjörnunni 2016

Stefán Árni Pálsson skrifar
Allar stelpurnar sem taka þátt.
Allar stelpurnar sem taka þátt.
Nú er ljóst hvaða tólf keppendur taka þátt í Jólastjörnunni 2016. Í ár er Jólastjarnan haldin í fimmta skiptið og fá þá ungir söngsnillingar tækifæri á að syngja með Jólagestum í Höllinni í söngkeppni fyrir 16 ára og yngri.

Til að taka þátt þurftu þátttakendur senda myndband af sér að syngja á skráningarsíðu Jólastjörnunnar á Vísi. Þátttakendur sungu lag að eigin vali, með sínu nefi og sendu inn hlekk á myndbandsupptöku.

Dómnefndin valdi tólf bestu söngvarana sem voru boðaðir í prufur. Stöð 2 hefur undanfarnar vikur verið með þætti á dagskrá þar sem krakkarnir flytja sín lög og keppa um titilinn, Jólastjarnan 2016.

Í næstu viku kemur í ljós hver þessara verður Jólastjarnan og má horfa lokaþáttinn fimmtudaginn 24. nóvember á Stöð 2.

Sigurvegarinn mun syngja með Jólagestum Björgvins, 10. desember í Laugardalshöllinni. Hálfdán Helgi Matthíasson bar sigur úr býtum í Jólastjörnunni 2015 en hann var valin úr hópi um tvö hundruð barna sem sóttu um með því að senda myndbönd inn á Vísi.

Jólastjarnan 2014 var Gunnar Hrafn Kristjánsson, 11 ára drengur, nemandi í Salaskóla í Kópavogi. Jólastjarnan 2013 var Eik Haraldsdóttir, fædd og uppalin á Akureyri. Stella Kaldalóns sigraði keppnina árið 2012, sem kom henni ánægjulega á óvart en skólasystkini hennar voru aldrei í vafa um að hún myndi vinna.

Hinn 14 ára gamli Aron Hannes Emilsson frá Grundarfirði bar á sigur úr býtum í fyrstu keppninni og kom fram þann 3. desember 2011. Hér að neðan má sjá þá tólf keppendur sem koma til greina.


Tengdar fréttir

Sjáðu krakkana sem taka þátt í Jólastjörnunni 2016

Nú er ljóst hvaða tólf keppendur taka þátt í Jólastjörnunni 2016. Í ár er Jólastjarnan haldin í fimmta skiptið og fá þá ungir söngsnillingar tækifæri á að syngja með Jólagestum í Höllinni í söngkeppni fyrir 16 ára og yngri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×