Demókratar skoða samstarf við nýjan Bandaríkjaforseta Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. nóvember 2016 07:00 Hillary Clinton segist helst hafa viljað hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út úr húsi aftur. Nordicphotos/AFP Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings eru að skoða möguleikana á því að starfa með Donald Trump, nýkjörnum forseta, frekar en að fara í hart gegn honum í hverju einasta máli. Bandaríska dagblaðið The New York Times skýrir frá þessu og segir þessa aðferðafræði þingmannanna koma á óvart. Hugmyndin er sú að Demókratar leggi á komandi kjörtímabili áherslu á ýmis þau mál sem Trump hefur sjálfur sagt mikilvæg en stangast verulega á við stefnu Repúblikanaflokksins. Strax á næstu vikum muni þeir kynna áherslumál sem þeir telja að muni falla Trump í geð og eigi jafnframt að höfða til hinna hvítu kjósenda úr verkamannastétt sem Trump sótti mikilvægasta fylgi sitt til. Þar verði ekki síst efnahagsmálin höfð í forgangi. Demókrataflokkurinn er í miklu uppnámi vegna úrslitanna í forseta- og þingkosningunum í síðustu viku, þar sem Repúblikanar fengu meirihluta í báðum deildum þingsins ásamt því að Trump vann sigur í forsetakosningunum. „Það er viðurkennt að það væri mikil skammsýni að kenna bréfi frá FBI um þetta tap eða hvaða ríki Hillary heimsótti,“ hefur The New York Times eftir Amy Klobuchar, öldungadeildarþingmanni Demókrataflokksins frá Minnesota. Flokkurinn þarf nú að ákveða hvaða afstöðu eigi að taka gagnvart Trump í stjórnarandstöðunni, og þar vilja margir fara í hart gegn Trump í hverju málinu á fætur öðru. Þessi hópur Demókrata, sem The New York Times vitnar til, vill hins vegar fara allt aðra leið. Með því að vinna náið með Trump sé hugsanlega mögulegt að reka fleyg á milli hans og Repúblikanaflokksins. Hillary Clinton tjáði sig á miðvikudag í fyrsta sinn opinberlega frá því hún viðurkenndi tap sitt í forsetakosningunum. Hún sagði sér hafa liðið hræðilega eftir að úrslitin lágu fyrir. Hún hafi helst viljað „hnipra sig saman með góða bók og aldrei þurfa að fara út út húsi framar“. Þetta sagði hún á góðgerðarsamkomu fyrir börn, en hvatti fólk jafnframt til að gefast ekki upp og halda áfram að berjast. „Ég veit að mörg ykkar eru óskaplega vonsvikin vegna kosningaúrslitanna. Ég er það líka, meira en ég fæ með orðum lýst,“ sagði hún. „Ég veit að undanfarna viku hafa margir spurt sjálfa sig hvort Bandaríkin séu enn það land sem við héldum að þau væru.“ Hins vegar eigi fólk ekki að missa trúna á Bandaríkin: „Bandaríkin eiga það skilið. Börnin okkar eiga það skilið.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira