Evrópumálin verði ekki forgangsmál á næsta kjörtímabili Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 18:10 Lilja Alfreðsdóttir Vísir/Eyþór Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra segir að Evrópumálin eigi ekki að vera í forgangi á næsta kjörtímabili. Ástæðan sé sú óvissa sem ríki í Evrópusambandinu nú, meðal annars vegna fyrirhugaðrar útgöngu Breta úr sambandinu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig það mál fer. Bretland er eitt okkar stærsta viðskiptaland, bæði er varðar útflutning á sjávarútvegi og þeir ferðamenn sem koma til landsins, þannig að ég tel að það sé mikilvægt að við sjáum hver framvinda þeirra mála verður, auk þess að það er ekki búið að taka á þeirri skuldakrísu í Suður-Evrópu, og önnur mál sem Evrópusambandið hefur hreinlega átt í talsverðum erfiðleikum með,” segir Lilja Dögg í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Lilja sagði að Evrópumálin hefðu borið á góma á fundi hennar og Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra með Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, í morgun, en Katrín ræddi við forystumenn allra flokka í dag, eftir að hún tók við stjórnarmyndunarumboðinu. Lilja vildi hins vegar ekki svara til um hvort Katrín hefði verið sammála sér í þessum efnum. „Við vorum bara mjög ánægð með þennan fund og það er alveg ljóst að við Katrín og Sigurður Ingi erum sammála um margt og helstu forgangsmál nýrrar ríkisstjórnar. Þar er ég sérstaklega að huga að innviða og velferðarmálum. Við erum einnig sammála um að heilbrigðismálin séu sett á oddinn þannig að þetta var mjög got samtal sem við áttum við Katrínu,” segir Lilja. Þá tali Framsóknarflokkurinn fyrir breiðri stjórn. „Við teljum að það sé kominn tími á slíka stjórn í íslenskum stjórnmálum, þannig að þetta var bara jákvæður fundur.”Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira