Ískaldur hljóðheimur Högna fyrir 66°Norður Benedikt Bóas skrifar 17. nóvember 2016 13:00 Það þarf að huga að ýmsu þegar samið er verk fyrir stórfyrirtæki. Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn. Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Á 90 ára afmæli 66°Norður var tónlistarmaðurinn Högni Egilsson fenginn til að semja tónlist fyrir fyrirtækið. Ný vetrarherferð merkisins – Á tökustað – var í vikunni tilnefnd til evrópsku auglýsingaverðlaunanna Epica, ein íslenskra auglýsinga. „Veðurfarið er náttúrulega brjálæðislegt hér á landi og mig langaði að vinna með þessar andstæður sem eru til staðar í veðrinu,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður sem var fenginn til að semja tónlist fyrir merkið 66°Norður. Uppleggið var að brúa bilið milli íslenskrar kórtónlistar „sem hefur fornan blæ“ eins og Högni orðar það og „nýrri tónlistar sem minnir á það sem heyrist á klúbbum og í útvarpinu.“Frá tökum á nýrro línu 66°Norður.Þannig er hægt að minna á arfleifð 66°Norður með tónlistinni, en fyrirtækið framleiddi sem kunnugt er föt fyrir sjófarendur í upphafi en er orðið risastórt fyrirtæki sem selur fatnað sem hæfir bæði við vinnu á Norður-Atlantshafi sem og á strætum stórborga. Verkið sem Högni samdi er kórverk sem kammerkórinn Schola Cantorum flutti. Verkið var svo klippt í sundur og endurhljóðblandað af Högna og Marteini Hjartarsyni sem hefur getið sér gott orð nýverið fyrir taktsmíði fyrir rappara á borð við GKR.Högni Egilsson stýrði kammerkórnum Schola Cantorum.„Ef maður er úti að ganga og það er hræðilegt veður þá er það stundum svo yfirþyrmandi að veðrið skapar einhvern innri frið. Mig langaði til að finna fyrir þessari ró og þessari kyrrð í tónlistinni,“ segir Högni. Fyrirtækið stefnir í framtíðinni að því að þróa þennan hljóðheim áfram í samstarfi við Högna og fleiri íslenska tónlistarmenn.
Tíska og hönnun Tónlist Mest lesið Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fleiri fréttir Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira