Þrumutroðslu Russell Westbrook frá því í nótt verða allir að sjá | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2016 11:30 Russell Westbrook. Vísir/Getty Russell Westbrook innsiglaði sigur Oklahoma City Thunder í NBA-nótt með afgerandi hætti. Þessi frábæri bakvörður kórónaði flottan leik með einni af troðslum tímabilsins. Troðsla Russell Westbrook í nótt nokkrum sekúndum fyrir lokin á leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets er þegar orðin ein af flottustu tilþrifum tímabilsins. Það verður erfitt að velta henni úr sessi enda þvílík tilþrif á úrslitastundu og leikmaður að sýna íþróttahæfileika sína í öðru veldi. Það sem gerði þessa þrumutroðslu enn merkilegri er að Russell Westbrook var þarna að troða með vinstri hendi og yfir hinn 208 sentímetra háa miðherja Houston liðsins Clint Capela. Russell Westbrook endaði leikinn með 30 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar og það ótrúlega við það er að þessar tölur lækkuðu meðaltalið hans á tímabilinu. „Ég sagði við Vic fyrir leikinn að ég ætlaði að ná vinstri handar troðslu í leiknum, vissi bara ekki hvenær,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn og bætti við: „Það má segja að ég hafi geymt það besta þar til síðast,“ sagði Westbrook brosandi. Liðsfélagi hans Victor Oladipo staðfesti það við bandaríska fjölmiðlamenn að Westbrook hafi vissulega lofaði þessu fyrir leikinn. Hvort að Russell Westbrook sé mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar er efni í góða umræðu en það geta fáir NBA-áhugamenn mótmælt því að hann sé einn sá allra skemmtilegasti. Það er alltaf von á einhverju góðu þegar kemur að Russell Westbrook enda líklega sá eini sem ákveður að troða yfir 208 sentímetra miðherja eftir innkastkerfi á lokasekúndum í æsispennandi leik og það sem meira er - nota vinstri í verkið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari þrumutroðslu Russell Westbrook í nótt. NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Russell Westbrook innsiglaði sigur Oklahoma City Thunder í NBA-nótt með afgerandi hætti. Þessi frábæri bakvörður kórónaði flottan leik með einni af troðslum tímabilsins. Troðsla Russell Westbrook í nótt nokkrum sekúndum fyrir lokin á leik Oklahoma City Thunder og Houston Rockets er þegar orðin ein af flottustu tilþrifum tímabilsins. Það verður erfitt að velta henni úr sessi enda þvílík tilþrif á úrslitastundu og leikmaður að sýna íþróttahæfileika sína í öðru veldi. Það sem gerði þessa þrumutroðslu enn merkilegri er að Russell Westbrook var þarna að troða með vinstri hendi og yfir hinn 208 sentímetra háa miðherja Houston liðsins Clint Capela. Russell Westbrook endaði leikinn með 30 stig, 7 fráköst og 9 stoðsendingar og það ótrúlega við það er að þessar tölur lækkuðu meðaltalið hans á tímabilinu. „Ég sagði við Vic fyrir leikinn að ég ætlaði að ná vinstri handar troðslu í leiknum, vissi bara ekki hvenær,“ sagði Russell Westbrook eftir leikinn og bætti við: „Það má segja að ég hafi geymt það besta þar til síðast,“ sagði Westbrook brosandi. Liðsfélagi hans Victor Oladipo staðfesti það við bandaríska fjölmiðlamenn að Westbrook hafi vissulega lofaði þessu fyrir leikinn. Hvort að Russell Westbrook sé mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar er efni í góða umræðu en það geta fáir NBA-áhugamenn mótmælt því að hann sé einn sá allra skemmtilegasti. Það er alltaf von á einhverju góðu þegar kemur að Russell Westbrook enda líklega sá eini sem ákveður að troða yfir 208 sentímetra miðherja eftir innkastkerfi á lokasekúndum í æsispennandi leik og það sem meira er - nota vinstri í verkið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessari þrumutroðslu Russell Westbrook í nótt.
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn