Erlent

Lögregluþjónn vestanhafs ákærður fyrir manndráp

Samúel Karl Ólason skrifar
Atvikið, auk annarra skotárása lögregluþjóna gegn þeldökkum mönnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla víða um Bandaríkin.
Atvikið, auk annarra skotárása lögregluþjóna gegn þeldökkum mönnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla víða um Bandaríkin. Skjáskot úr myndavél

Yfirvöld í Minnesota í Bandaríkjunum hafa ákveðið að ákæra lögregluþjóninn Jeronimo Yanez fyrir annars gráðu manndráp. Dobratz skaut þeldökkan mann að nafni Philando Castile fjórum sinnum inn um rúðu bíls eftir að hafa stoppað hann.

Kona Castile var með honum í bílnum auk ungrar dóttur þeirra og hóf hún beina útsendingu á Facebook eftir skothríðina. Samkvæmt AP fréttaveitunni er hámarksrefsing fyrir annars gráðu manndráp í Minnesota.

Sjá einnig: Í beinni útsendingu á Facebook eftir að hafa verið skotinn af lögreglu.

Atvikið, auk annarra skotárása lögregluþjóna gegn þeldökkum mönnum, leiddi til umfangsmikilla mótmæla víða um Bandaríkin.

Yanez segist hafa verið að bregðast við því að Castile væri vopnaður, en segist hafa stöðvað hann þar sem hann líktist mögulega grunuðum innbrotsþjófi. Kærasta Castile segir hins vegar að hann hafi verið að teygja sig eftir skilríkjum sínum þegar hann var skotinn.

Atvikið leiddi líka til þess að ljósi var varpað á þá staðreynd að hlutfallslega voru þeldökki handteknir mun oftar en hvítir í sýslunni sem um ræðir. St. Anthony. Allt í allt áttu þeldökkir í hlut í nærri því helmingi handtaka árið 2016. Hins vegar eru einungis um sjö prósent íbúa þeldökkir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×